Gæludýr haldi sig heima

Nokkrir þingmenn hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um "vegabréfaútgáfu" fyrir gæludýr, þannig að hægt verði að taka þau með í ferðalög a.m.k. til Evrópulanda, enda sé það í samræmi við tilskipanir og reglugerðir ESB.

Slíkar ESBreglur eiga þó alls ekki við um Ísland, enda landið eyja í norðuhöfum og á ekki landamæri að nokkru öðru landi ögugt við Evrópulöndin, þar sem fólk getur ekið landa á milli án nokkurs eftirlits. Þar að auki flakka mörg dýr yfir landamæri og fara hvort sem er ekki að nokkrum lögum eða reglum sem ESB dytti í hug að setja.

Íslendingar eiga þvert á móti að halda sig við harðar reglur um innflutning dýra og matvæla, ekki síst hrámetis og annarra afurða sem smithætta getur stafað af. Í þeim efnum ætti frekar að taka Ástralíu og Nýja Sjáland til fyrirmyndar, en þar gilda svo stífar reglur um slíkan innflutning að fólki er þar bannaður allur innflutningur dýraafurða, hvort sem þær eru hráar, soðnar eða á fæti. Þetta gildir einnig um ferðamenn, en þeim er nánast algerlega bannað að taka nokkuð með sér sem ætt gæti talist.

Þar sem Ísland er fjarri öðrum löndum er flutningur dýra bæði fyrirhafnarmikill og skepnunum erfiður og engin ástæða til að slaka á reglum sem um þetta gilda nú.

Umhverfissinnar og dýravinir ættu að láta í sér heyra vegna þessa frumvarps.


mbl.is Skiptar skoðanir um vegabréf gæludýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband