Stjórnmálaflokkar án stefnumála

Lilja Mósesdóttir boðar stofnun nýs stjórnmálaflokks og að með henni vinni fjöldi fólks úr öllum "gömlu" flokkunum og framboðið verði orðið að veruleika fyrir þingkosningarnar 2013. Lilja segir hins vegar að ekki sé farið að vinna að ráði að málefnaskrá flokksins og því ekki ljóst ennþá fyrir hvaða málefnum hann ætli að berjast en þó líklega einna helst að skuldamálum heimilanna.

Guðmundur Steingrímsson og Besti flokkurinn hafa einnig boðað stofnun nýs stjórnmálaflokks og eins og í tilfelli Lilju er allt óákveðið um málefnin sem flokkurinn mun standa fyrir og það eina sem þegar er ákeðið í þeim efnum er að berjast fyrir innlimun Íslands í væntanlegt stórríki ESB.

Áður og fyrrum sameinaðist fólk í stjórnmálaflokkum eftir lífsskoðunum sínum, en nú á tímum virðist vera í tísku að stofna flokka í kringum ákveðna frambjóðendur og ákveða eftirá hvaða málefni eigi að setja á oddinn. Það eru sem sagt ákveðnar persónur sem eru í fyrirrúmi en ekki málefni eða hugsjónir.

Þrátt fyrir þessa áherslu á persónur, en ekki málefni, segjast þessir nýju flokkastofnendur vera á móti "persónudýrkun og foringjaræði" þeirra flokka sem fyrir eru og þeim "klíkum" sem þar ráði ríkjum.

Ráði annað en hugsjónir og málefnaáherslur ríkjum í "gömlu" flokkunum, hvaða hvatir eru það þá aðrar sem ráða stofnun þessara nýju stefnulausu "stjórnmálaflokka"?


mbl.is Nýtt framboð að verða til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband