Stórríki ESB í stöðugri og örri þróun.

Financial Times, sem er eitt virtasta fjármálarit veraldar, skýrir frá því að samkvæmt tillögu Þjóðverja eigi kommisarar ESB í Brussel að taka yfir stjórn Grikklands, sem með því yrði fyrsta landið innan sambandsins sem lyti að fullu og öllu undir framkvæmdastjórn ESB.  

Þessi ráðstöfun er skref í áttina að formlegri stofnun stórríkis Evrópu þar sem núverandi aðildarríki yrðu aðeins héruð sem stjórnað yrði af ESBkommisörunum, sem aftur tækju beinum fyrirmælum frá Þýska og Franska héraðinu, a.m.k. á meðan ráðamenn þeirra gætu komið sér saman um stjórnun stórríkisins.

Eftirfarandi úr fréttinni segir það sem segja þarf um þetta mál:  "Ef tillögunni verður hrundið í framkvæmd fæli það í sér algerlega nýtt skref í valdaframsali frá þjóðríki til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Tillagan felur í sér að ESB fengi neitunarvald varðandi fjárlagafrumvarp Grikklands ef það er ekki í takti við markmið sem leiðtogar sambandsins setja. Jafnframt er gert ráð fyrir að fjármálaráðherrar evrulandanna tilnefni umsjónarmann sem fylgist með öllum stærri ákvörðunum í sambandi við útgjöld."

Þróun stórríkisins er í mikilli gerjun um þessar mundir og varla verður aftur snúið úr þessu. 


mbl.is ESB taki yfir fjármál Grikkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráða dómstólarnir ekki við fjármálagerninga?

Tiltölulega einfalt mál, að því er virðist, hefur verið að þvælast á milli héraðsdóms og Hæstaréttar undanfarin ár vegna þess að dómarinn í héraðsdómi virðist ekki hafa á hreinu hvernig eigi að meðhöndla ágreiningsefnið sem til umfjöllunar er.

Héraðsdómur hafði áður sýknað í málinu en Hæstiréttur ógilt þann úrskurð og vísað málinu aftur í hérað til efnislegrar umfjöllunar, en þá var dómarinn ekki betur inni í þeim lögum sem gilda um hans eigin dómstól og kvaddi því ekki til meðdómendur eins og honum bar samkvæmt lögunum.

Enn á ný hefur því Hæstiréttur ógilt dóm héraðsdóms og vísað málinu aftur til umfjöllunar hans í þriðja sinn og vonandi tekst héraðdómi að komast skammlaust frá málinu að þessu sinni, enda væntanlega farinn að þekkja málið allvel eftir fyrri tvo dóma sína.

Hins vegar leiðir þetta hugann að því hvort dómstólarnir séu hreinlega ekki færir um að fjalla um og kveða upp dóma í málum sem snerta flókna fjármálagerninga, þegar svona óhönduglega tekst upp með "smærri" málin.


mbl.is Héraðsdómur fór ekki að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólga í boði hins opinbera

Verðbólgan heldur áfram að belgjast út og hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010. Það er í raun stórmerkilegt að svona mikil verðbólga skuli vera viðvarandi í kreppuástandi, miklu atvinnuleysi og gjaldeyrishöftum.

Skýringin á hækkunni nú felst aðallega í skattahækkanabrjálæði opinberra aðila með ríkissjóð í broddi fylkingar. Steingrímur J. hefur hælt sér af því að hafa tekist að minnka hallann á ríkissjóði umtalsvert og jafnvel líkt sjálfum sér við kraftaverkamann í því efni.

Lausnir hans hafa þó einfaldlega verið að velta sífellt þyngri byrðum yfir á herðar skattgreiðenda og eina kraftaverkið í því efni er hugmyndaauðgin við að finna upp sífellt nýja og nýja skattstofna.

Til viðbótar æ þyngri skattbyrði þurfa svo skuldarar að taka á sig sífellt meiri vísitöluhækkanir á lán sín vegna þessarar auknu skattheimtu.

Með því bitnar skattabrjálæðið á landsmönnum með tvöföldum þunga.


mbl.is Ekki meiri verðbólga í 20 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband