25.1.2012 | 19:38
"Glæsileg niðurstaða" fljótlega
Loksins geta ESBaðdáendur tekið gleði sína því Steingrímur J. ætlar að drífa í því að klára að ganga frá innlimunarskilmálum stórríkisins væntanlega, enda "nennir hann ekki að hanga yfir þessu lengur" frekar en að hann og senditík hans þegar hin "glæsilega niðurstaða" fékkst í fyrsta og langversta uppgjafaskilmála Breta, Hollendinga, ESB og AG vegna Icesave.
Þá sagði Steingrímur J. að enginn samningur lægi fyrir og ekkert væri hægt að segja til um hvenær hann myndi liggja fyrir, en mætti síðan til Alþingis þrem dögum síðar og krafðist þess að þingmenn samþykktu uppgjafaskilmálana óséða og það ekki seinna en strax.
Nú segir Steingrímur J. að ekkert sé hægt að segja um það hvenær ESB verði búið að semja innlimunarskilmála Íslands, en miðað við "fyrri störf" Steingríms og félaga við móttöku afarkosta erlendra ríkja, kæmi ekkert á óvart þó hann birtist á Alþingi í næstu viku með leyniplagg til samþykktar, óséð og til hraðafgreiðslu.
Steingrímur J. vill klára málið sem allra fyrst, enda mikill stuðningsmaður innlimunarinnar, þó hann viðurkenni það auðvitað aldrei sjálfur opinberlega.
![]() |
Alvöruviðræður að hefjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
25.1.2012 | 15:07
Stundar Hagfræðistofnun "pólitískt hagsmunafúsk"
Hagsmunasamtök heimilanna ásaka Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um pólitískt hagsmunafúsk vegna skýrslu stofnunarinnar um möguleika á frekari niðurskrft á skuldum heimilanna, eða eins og fram kemur í fréttinni: "Segja samtökin, að greinargerðin sé hagsmunafúsk eða í besta falli áróðursplagg stjórnvalda."
Þetta eru grafalvarlegar ásakanir á vinnu Hagfræðistofnunar og nú stendur upp á hana að svara fyrir sig, því varla getur fræðasamfélagið í landinu setið undir slíkum ákúrum um þjónkun við ríkjandi stjórnvöld á hverjum tíma og að þau sendi frá sér pöntuð álit en láti fræðimennsku lönd og leið.
Hagsmunasamtökin hafa nú gefist upp á frekara samstarfi við ríkisstjórnina, eins og allir aðrir, en hyggst leita til Ólafs Ragnars og fara þess á leit að hann beiti sér fyrir frekari aðgerðum í skuldamálunum, væntanlega með þeirri heimild í stjórnarskránni að forseti geti lagt frumvörp fyrir Alþingi og krafist umföllunar og afgreiðslu þess á þinginu.
Enginn forseti hefur fram að þessu látið sér detta í hug, svo vitað sé, að leggja frumvörp fyrir Alþingi og nú verður fróðlegt að sjá hvort Ólafur Ragnar verður við slíkri áskorun. Honum væri alveg trúandi til þess, enda myndi athyglin og umræðan sem slíkt tiltæki ylli verða eins og vítamínssprauta fyrir athyglissýki forsetans og ekki síður góð næring fyrir óseðjandi sjálfsdýrkunina.
Það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum beggja, þ.e. Hagfræðistofnunar og forsetans.
![]() |
Pólitískt hagsmunafúsk" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.1.2012 | 08:48
Pólitískt haturssamsæri afhjúpað af gerendunum sjálfum
Því hefur lengi verið haldið fram, að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar á Alþingi haustið 2010 þegar samþykkt var að Geir H. Haarde skyldi stefnt fyrir Landsdóm en öðrum ráðherrum ekki, hafi verið pólitískur skollaleikur og hatursherferð gegn Sjálfstæðisflokknum og Geir verið gerður að blóraböggli í þeim hráskinnaleik.
Samfylkingin og Vinstri grænir stóðu fyrir þessum ógeðfelldu vinnubrögðum, en hafa allta tíð síðan neitað því staðfastlega að nokkuð annað en réttlætisást hafi ráðið gjörðum sínum við þá atkvæðagreiðslu.
Á síðustu dögum hefur hins vegar komið glögglega í ljós hvernir málin voru í pottinn búinn og hafi einhver verið í vafa áður um tilgang málsins, þá hafa einstakir þingmenn stjórnarflokkanna algerlega svipt hulunni af því hvernig að málum var staðið og hvaða bolabrögðum var beitt til að fullnægja pólitísku hatri einstakra forystumanna Samfylkingarinnar og VG.
Steingrími J. og Jóhönnu hefði mátt vera ljóst frá upphafi, hefðu þau ekki verið blinduð af þessu pólitíska hefndaræði, að samsærið myndi upplýsast fljótlega, enda ekki hægt að halda slíkum skipulögðum svikaprettum leyndum til lengdar, þegar stór hópur fólks er neyddur til að taka þátt í þeim gegn raunverulegum vilja sínum.
Það sannast enn og aftur að upp komast svik um síðir.
![]() |
Forystumenn lögðust á sína menn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)