21.1.2012 | 23:07
Ýtt undir sjálfsdýrkun Ólafs Ragnars
Ólafur Ragnar Grímsson býr yfir ýmsum eiginleikum og sá sem er einna mest áberandi er óstjórnleg og lítt haminn sjálfsdýrkun.
Ólafur Ragnar hefur verið mesta kamleljón íslenskra stjórnmála og hefur með ótrúlegum hætti tekist að snúa sig frá því að vera hataðasti maður þjóðarinnar til þess að verða sá dáðasti. Það eina sem í raun þurfti til þess var að fara að vilja fjórðungs kjósenda, sem skoruðu á hann að synja Icesavelögunum staðfestingar og með því ávann hann sér það álit að vera bjargvættur þjóðarinnar frá ömurlegustu ríkisstjórn Íslandssögunnar.
Í áramótaávarpi sínu gaf Ólafur í skyn að hann væri tilbúinn til þess að bjóða sig fram til forsetaembættisis í fimmta sinn, ef það væri "þjóðarvilji". Nú hefur stuðningsmönnum hans tekist að magna upp stemningu í þjóðfélaginu fyrir áskorun á hann að bjóða sig fram enn og aftur og stefna að ekki færri áskorunum á hann en a.m.k. þann fjölda sem þátt tók í Icesaveundirskriftunum.
Það mun auðvitað takast og Ólafur mun verða forseti fimmta kjörtímabilið. Það mun einnig verða til þess að sjálfsdýrkunin mun ná nýjum hæðum og mun endalaust verða vitnað til þessarar miklu ástar þjóðarinnar og að vald forsetans komi beint frá henni.
Það verður ömurlegra en nokkru sinni að hlusta á véfréttaávörpin frá Bessastöðum á næsta kjörtímabili.
![]() |
10.000 undirskriftir á sólarhring |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.1.2012 | 02:27
Skömm Þórs Saari mun lengi lifa
Þór Saari eys svívirðingum í allar áttir um þá þingmenn sem greiddu atkvæði gegn tillögu pólitískra ofstækisseggja á Alþingi um frávísun á þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar um niðurfellingu Landsdómsákærunnar á hendur Geir H. Haarde.
Þór nafngreinir nokkra þingmenn sérstaklega og segir að skömm þeirra muni lifa um aldur og ævi vegna þess að þeir greiddu atkvæði samkvæmt samvisku sinni og vildu ekki setja það fordæmi að tillögum væri vísað frá eingöngu til að losna við óþægilegar umræður á Alþingi.
Ekki er ljóst hvort þessir umræddu þingmenn, sem Þór Saari leyfir sér að atyrða á þennan hátt, munu greiða tillögu Bjarna atkvæði sitt þegar þar að kemur, en þeir hafa það þó fram yfir Þór Saari að virða tillögufrelsi einstakra þingmanna og rétt þeirra til að fá mál sín rædd og afgreidd efnislega á þinginu eftir rökræður og vandlega yfirferð í þingnefnd.
Þór Saari vildi hefta bæði tillögu- og málfrelsi þingmanna með málflutningi sínum á þinginu við afgreiðslu þessa máls og mun skömm hans fyrir þá afstöðu og framkomu við umræðuna lengi lifa í huga þeirra er með því fylgdust.
![]() |
Hafi þau skömm fyrir um aldur og ævi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)