Seldi sálina og sannfæringuna fyrir ráðherrastól

Steingrímur J. heldur áfram að gráta krókódílatárum yfir innlimunarferlinu í væntanlegt stórríki Evrópu og þykist ennþá vera á móti því að landið verði innlimað í það sem áhrifalaus útnárahreppur, en til að hanga á ráðherrastólnum sínum, neyðist hann til að dansa þann Hrunadans með Samfylkingunni.

Í viðtali við Bændablaðið áréttar Steingrímur þetta, t.d. með þessari setningu:  "Ég reiknaði ekki með því að þetta yrði svona hart sótt en það var einfaldlega niðurstaðan að grundvöllurinn fyrir því að af þessari ríkisstjórn gæti orðið var einhvers konar lending í þessu máli á þeim nótum sem varð."

Þetta getur ekki heitið neitt annað en sala á sálu sinni og sannfæringu.  Nema Steingrímur J. segi allt annað en hann meinar um þetta mál, eins og svo mörg önnur. 


mbl.is Ekki skynsamlegt að draga umsókn til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband