Stjórnarandstaða með og án grímu

Jóhanna Sigurðardóttir segir að Samtök atvinnulífsins stundi "grímulausa" stjórnarandstöðu, hvað svo sem hún meinar með því, en SA hafa reyndar bent á grímulaus svik ríkisstjórnarinnar, síendurtekið, vegna flestra þeirra atriða sem stjórnin hefur samþykkt í tengslum við gerð kjarasamninga.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ og samflokksmaður Jóhönnu, ásamt flestum öðrum forystumönnum verkalýðsfélaga landsins hafa einnig stundað "grímulausa" stjórnarandstöðu með því að mótmæla svikum ríkisstjórnarinnar og það hafa þeir gert af engu minni ákafa en talsmenn atvinnurekenda.

Stór hluti landsmanna stundar nákvæmlega samskonar "grímulausa" andstöðu við þessa voluðu ríkisstjórn, sem hafa verið vægast sagt mislagðar hendur á flestum eða öllum sviðum, nema varðandi skattahækkanir og niðurskurð ríkisútgjalda, sem þó hefur verið gerður í mikilli andstöðu við alla sem hann hefur snert, sem auðvitað var fyrirséð.

Þeir einu sem stunda stjórnarandstöðu með grímu eru samflokksmenn Jóhönnu, sem orðnir eru fullsaddir af þessari ríkisstjórn, en þora ekki ennþá að fella hana.


mbl.is Grímulaus stjórnarandstaða SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki Hagfræðistofnun aftur og aftur

Eftir margra vikna umhugsun hefur Forsætisnefnd Alþingis hafnað beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar sama Alþingis um að fela Hagfræðistofnun HÍ að gera úttekt á kostnaðar- og arðsemismati Vaðlaheiðargangna og veldur sú afgreiðsla nefndarformanni síðarnefndu nefndarinnar miklum vonbrigðum.

Afstaða fyrrnefndu nefndarinnar er þó skiljanleg í því ljósi að þáverandi samgönguráðherra og og þá- og núverandi stjórnarmaður í Vaðlaheiðargöngum hf, Kristján L. Möller, hafði fyrir löngu fengið neikvæða skýrslu um arðsemi þessara sömu gangna og haldið henni vandlega leyndri fyrir öllum öðrum en samþingmanni sínum úr kjördæmi Vaðlaheiðar, Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra þáverandi.

Allir hljóta að sjá að það væri óþarfur peningaaustur að fela Hagfræðistofnun að endurvinna leyniskýrsluna, enda forsendur varla mikið breyttar frá því að þeirri skýrslu var stungið undir ráðherrastól.


mbl.is „Veldur okkur vonbrigðum og undrun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband