Ratast kjöftugum hér satt orð á munn?

Samfylkingin og aðrir ESBáhangendur hafa fram að þessu haldið fram þeirri blekkingu að Ísland stæði í einhverskonar samningaviðræðum við ESB um innlimunarskilmála og undanþágur frá regluverki stórríkissins væntanlega.  Með slíkum "samningaviðræðum" væri hægt að fá að "sjá hvað væri í pakkanum" og þannig og einungis þannig væri hægt að gera sér grein fyrir þeim skilmálum sem í boði væru við innlimunina.

Ekki síður hefur því verið haldið fram að með innlimun myndu Íslendingar hafa mikil áhrif á alla ákvarðanatöku í valdastofnunum stórríkissins væntanlega og jafnvel myndu Íslendingar verða leiðandi afl á ýmsum sviðum, t.d. varðandi sjávarútvegsstefnu framtíðarinnar.

Loksins hefur einn málsvari innlimunarsinna látið frá sér fara sannleikann í þessu efni, en í fréttinni er eftirfarandi haft eftir Merði Árnasyni:  "Allmennt er þetta þannig að við erum að ganga inn í klúbbinn og í honum gilda reglur klúbbsins og í þeim málum sem varða tollabandalagið og innri markaðinn þá hlítum við þeim lagaramma sem Evrópusambandið hefur og það eru engar undanþágur í því. Það erum við sem erum að ganga í Evrópusambandið, ekki Evrópusambandið í okkur."

Í þessu tilfelli virðist hið fornkveðna eiga vel við:  Oft ratast kjöftugum satt orð á munn. 


mbl.is ESB ekki að sækja um á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk réttarhöld eru Alþingi til skammar

Vegna þess að Bjarni Benediktsson hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að hætt skuli við hin pólitísku hefndarréttarhöld gegn Geir H. Haarde, ætlar Hreyfingin að leggja fram gagntillögu um að pólitíska ofstækið skuli útvíkkað og ákærur einnig lagðar fram gegn þeim þrem ráðherrum sem Alþingi ákvað á sínum tíma að sleppa við slíkar ofsóknir.

Pólitíska ofstækið og hefndaræðið gagnvart anstæðingum í stjórnmálum verður síst minni við að fjölga þeim aðilum sem ofsóttir verða með pólitískum sýndarréttarhöldum og afar kjánalegt að halda því fram að með því gefist umræddu fólki kærkomið tækifæri "til að hreinsa nafn sitt", eins og sumir bullustrokkar Samfylkingar og Vinstri grænna hafa látið eftir sér hafa.

Varla eru nokkrar líkur á því að Geir H. Haarde, eða aðrir ráðherrar yrðu sakfelldir fyrir eitt eða neitt fyrir Landsdómi og því ætti ákærandinn í málinu, þ.e. Alþingi sjálft, að fella málið niður og biðja viðkomandi afsökunar á bráðræði sínu og dómgreindarleysi við afgreiðslu málsins.

Það nær ekki nokkurri átt að stefna fólki fyrir dómstóla "af því bara" eða vegna þess að viðkomandi hafi öðruvísi stjórnmálaskoðanir en þingmeirihluti hverju sinni.

Slíkt er Alþingi til minnkunnar, en ekki þeim ofsótta.


mbl.is Kosið verði um alla ráðherrana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband