7.9.2011 | 20:48
Hanna Birna er glæsilegur forystumaður
Hanna Birna Kristjánsdóttir hugleiðir áskoranir um að hún gefi kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins, en kosningar til æðstu embætta flokksins fara fram á Landsfundi í nóvember.
Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á að gegna embættinu áfram og gefur því að sjálfsögðu kost á sér til endurkjörs. Bjarni hefur verið vaxandi í starfi sínu sem formaður þann stutta tíma sem hann hefur gengt embættinu. Hann hefur mátt þola talsverða gagnrýni fyrir að vera ekki nógu stefnufastur, en eflist við hverja raun.
Hanna Birna er glæsilegt foringjaefni og myndi sóma sér vel í formannsembættinu og enginn annar stjórnmálaflokkur í landinu getur státað af öðru eins mannvali í forystu sinni og Sjálfstæðisflokkurinn.
Hvort sem Hanna Birna eða Bjarni verður formaður Sjálfstæðisflokksins að afloknum Landsfundi verður fundurinn upphaf stórsóknar flokksins á landsvísu, enda sá flokkur sem best er treystandi til að koma þjóðfélaginu á skrið á nýjan leik, eftir hrunið 2008 og skelfilega óstjórn "Norrænu velferðarstjórnarinnar" síðan.
![]() |
Útilokar ekki neitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
7.9.2011 | 08:25
Ekki einn um að fyrirverða sig
Richard Quest spurði Geir H. Haarde, í þætti sínum á sjónvarpsstöðinni CNN, hvað það segði um lýðræðið á Íslandi að stjórnmálamanni væri stefnt fyrir dómstóla vegna pólitískra starfa sinna.
Geir svaraði því til, að slíkt segði ekkert um lýðræðið en því meira um þá stjórnmálamenn sem beittu slíkum brögðum gegn pólitískum andstæðingum sínum. Jafnframt sagðist hann fyrirverða sig fyrir þá niðurlægingu Alþingis sem kristallast í þessari atlögu að honum.
Það eru fleiri en Geir H. Haarde sem skammast sín fyrir þessar pólitísku ofsóknir, sem óprúttnir stjórnmálamenn misnotuðu þingið til að koma fram.
Samkvæmt skoðanakönnunum er mikill meirihluti þjóðarinnar á sama máli.
![]() |
Fyrirverður sig fyrir Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)