5.9.2011 | 18:32
Yfirgangur og frekja ESB í innlimunarviðræðunum
ESB sýnir Íslendingum fádæma frekju og ruddaskap með þeirri ótrúlegu kröfu, að Íslendingar verði búnir að taka upp öll lög og reglugerðir stórríkisins væntanlega löngu áður en innlimunarviðræðunum ljúki, ef þeim lýkur þá nokkurntíma vegna andstöðu þjóðarinnar við að landið verði gert að áhrifalausum útnárahreppi í ESB.
Í viðhangandi frétt segir um heimtufrekju ESB: "Segir ESB að íslensk stjórnvöld verði að leggja fram tímasetta vinnuáætlun, sem kveði á um hvernig Ísland hyggist verða að fullu reiðubúið til þess að njóta þess ávinnings og axla þær skyldur sem af aðildarsamningi leiða á fyrsta degi aðildar, samþykki íslenska þjóðin aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu."
Að sjálfsögu yrði að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimunina ÁÐUR en atkvæðagreiðsla færi fram, því algerlega óþarft verður að umturna öllum lögum og reglugerðum þegar innlimuninni verður hafnað af þjóðinni.
![]() |
Vilja nánari skýringar frá ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
5.9.2011 | 08:10
Ólafur Ragnar og smörfjallið
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, telur að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, sé með harkalegum ummælum sínum um frammistöðu ríkisstjórnarinnar í Icesavemálinu, að beina athygli fjölmiðla frá klaufalegum meðmælum sínum um athugasemdalausa sölu Grímsstaða til kínversks aukýfings, sem Ólaf langar að telja til vina sinna.
Björn segir af því tilefni m.a.: "Mér þótti eins og Ólafur Ragnar beitti þarna smjörklípuaðferðinni, hann vildi draga athygli frá ummælum sínum um söluna á Grímsstöðum á Fjöllum til kínverska auðkýfingsins. Þau einkenndust af fljótræði og dómgreinarleysi."
Ólafur Ragnar er mesti smjörklípusérfræðingur þjóðarinnar og notar smjörið ótæpilega til að beina umræðum frá athöfnum sínum og athafnaleysi. Allir þekkja hlaup hans með og á eftir útrásargengjunum á sínum tíma og hvernig honum tókst að beina athygli almennings frá því með því að hafna Icesavelögunum staðfestingar.
Ólafi hefur tekist að fá bæði almenning og fjölmiðla til að gleyma því að hann staðfesti fyrstu Icesavelögin, en þá voru það reyndar Bretar og Hollendingar sem höfnuðu þeim staðfestingar vegna fyrirvara sem Alþingi setti inn í lögin. Það var því ekki fyrr en við Icesave 2 og eftir tugþúsunda áskoranir almennings sem Ólafur hafnaði því lagafrumvarpi staðfestingar og almenningur felldi síðan eftirminnilega í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ef miðað er við hversu oft og ríkulega Ólafur Ragnar smyr smjörklípunum hlýtur að mega áætla að smjörfjallið fræga sé nú vistað á Bessastöðum.
![]() |
Sakar Ólaf Ragnar um smjörklípu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)