27.9.2011 | 15:08
Sannleikanum verður hver sárreiðastur
Jóhanna Sigurðardóttir, sem illu heilli gegnir ennþá forsætisráðherraembætti, segist vera bæði sár og svekkt vegna þess að Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að þau muni ekki framar hafa frumkvæði að samstarfi við ríkisstjórn hennar.
Sú yfirlýsing var gefin út af formanni samtakanna vegna ítrekaðra svika ríkisstjórnarinnar á þeim loforðum sem hún hefur gefið um aðkomu sína að því er henni ber að gera til að koma atvinnulífinu í landinu í gang á ný.
Sannleikanum verður hver sárreiðastur er oft sagt, þegar fólk þolir illa að heyra það sem sagt er satt og rétt um gerðir þess. Þetta gamla orðatiltæki sannast eftirminnilega á viðbrögðum Jóhönnu við sannleiknaum um loforðasvik og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í atvinnumálunum.
Ríkisstjórnin hefur reyndar svikið allt sen hún hefur getað svikið, hvort sem um loforð hefur verið að ræða um aðgerðir í atvinnumálum eða öðrum málum, t.d. vegna aðstoðar við heimilin í landinu.
Jóhanna Sigurðardóttir ætti að líta í eigin barm áður en hún hellir úr skálum reiði sinnar yfir þá sem segja sannleikann umbúðalausan um svik hennar.
![]() |
Sár og svekkt vegna orða SA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2011 | 08:47
Flótti úr sérsveit löggunnar og lítilsvirðing gagnvart Alþingi
Flótti er brostinn á í óeirðasveit lögreglunnar vegna óánægju með launakjör og niðurstöðu kjaradóms þar um fyrir skömmu. Nú þegar hafa 35 sérsveitarmenn sagt sig frá störfum sveitarinnar og ef fer fram sem horfir verður hún mannlaus innan skamms.
Staða í sérsveitunum hefur verið eftirsótt fram að þessu, enda hljóta hana ekki nema úrvarlsmenn sem þrufa að standast ströng próf á andlegu og líkamlegu atgerfi og í framhaldi miklar og erfiðar æfingar til þess að vera í afbragðs formi til að takast á við hættulega glæpamenn og óeirðaskríl.
Núverandi ríkisstjórn hefur ekki nokkurn skilning á erfiðum vinnuaðstæðum lögregluþjóna og hvað þá sérsveitarinnar, sem hún hefur þó treyst á til verndar sjálfri sér á tímum mótmæla, sem skríll og ofbeldismenn hafa iðulega nýtt sér til óhæfuverka sinna.
Nú er svo komið að virðing ríkisstjórnarinnar er orðin svo lítil, eða réttara sagt engin, að hún getur ekki einu sinni fengið almennu lögregluna til að standa heiðursvörð við setningu Alþingis, en það hefur verið venja frá lýðveldisstofnun. Vanvirðing lögreglunnar gagnvart Alþingi getur ekki orðið meiri en að neita að leggja til menn í heiðursvörðinn við þingsetninguna.
Vonandi vitkast ríkisstjórnin áður en það verða lögregluþjónar sem fara að standa fyrir mótmælum og jafnvel skrílslátum í miðborginni.
![]() |
35 hættir í óeirðarsveitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)