Fádæma siðleysi og ræfildómur

Leið allra liggur í kirkjugarð að loknu ævistritinu og þangað koma ættingjar og vinir á hátíðar- og tyllidögum til að minnast ástvina sinna og eiga kyrrðarstund með minningum sínum um hinn látna.

Einstaka sinnum kemur fyrir að lægstu hvatir skrílmenna verða til þess að slíkir ræflar vanhelga grafir hinna látnu, skemma krossa og legsteina og raska leiðum á svívirðilegasta hátt.

Framkoma þessara ómenna er einn angi þess aga- og virðingarleysis, sem virðist sífellt fara vaxandi í þjóðfélaginu og kemur fram í því að margur ræfillinn tekur ekkert tillit til annarra eða eignarréttar þeirra.

Svona siðleysi og ræfildómur er algerlega óásættanlegur og hlutverk foreldra að kenna afkvæmum sínum háttu siðaðra manna, kurteisi og umgengnissiði.


mbl.is Skemmdarverk unnin á leiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband