Ríkisstjórnin gerir þjóðinni grískan grikk

Grísk stjórnvöld "hagræddu" ríkisbókhaldinu árum saman til þess að sýna á pappírunum að staða ríkissjóðs Grikklands stæði nógu vel til þess að uppfylla Maastikt-skylirðin fyrir upptöku evrunnar.

Þetta "skapandi" bókhald er nú að koma í bakið á Grikkjum af fullum þunga, reyndar svo að ekki aðeins rambar gríska ríkið á barmi gjaldþrots, heldur titrar öll Evrópa vegna þessa og framtíð evrunnar sem sameigilegs gjaldmiðils allrar Evrópu er fyrir bí.

Íslenska ríkisstjórnin vinnur nú hörðum höndum að innlimun Íslands, sem útnárahrepps, í væntanlegt stórríki Evrópu og hefur af því tilefni tekið upp "skapandi" ríkisbókhald, þar sem raunverulegri skuldastöðu ríkissjóðs er "hagrætt" að hætti Grikkja til þess að blekkja ESB og ekki síður íslensku þjóðina, sem látin er halda að staða ríkissjóðs sé mun betri en hún raunverulega er.

Í þessu blekkingarskini er látið líta út fyrir að einhver annar en ríkið sjálft fjármagni ríkisframkvæmdir og síðan taki ríkissjóður fjárfestinguna á leigu til langs tíma og þannig er kostnaði og lántökum haldið utan ríkisreiknings að hætti Grikkja.  Jafnvel er svo langt gengið að ríkissjóður er látinn "lána" ríkisfyrirtæki fyrir framkvæmdinni (Vaðlaheiðargöng)  , eða ríkisfyrirtæki er látið "lána" ríkissjóði fyrir byggingaframkvæmdum (hjúkrunarheimilin)  Um þetta segir Sveuinn Arason, ríkisendurskoðandi, í samtali við BUV:  "Það má benda á það að ríkið eignfærir ekki varanlega rekstrarfjármuni í bókhaldi A-hluta ríkissjóðs og að því leyti til er verið að vísa þessum gjaldfærslum til framtíðarinnar."

Jóhanna og Steingrímur J. eru sannarlega að gera þjóðinni ljótan grikk. 


mbl.is Gagnrýnir fjármögnun framkvæmda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðlind sem ekki má leika sér með

Ísland er ein af tuttugu mestu fiskveiðiþjóðum heimsins og útflutningur sjávarafurða skiptir algeröum sköpum um framtíð þjóðarinnar og afkomu.

Ríkisstjórnin hefur verið að ógna þessari framtíð, bæði með innlimunarvinnu sinni í væntanlegt stórríki ESB og ekki síður með hótunum sínum um að kollvarpa allri skipulagningu og stjórnun fiskveiðanna við landið, en hver einasti aðili sem tjáð hefur sig um þær fyrirætlanir hafa mótmælt þeim harðlega vegna þess að þær muni nánast leggja sjávarútveginn í rúst og þar með framtíðarafkomu þjóðarinnar.

Hverjar sem þær breytingar verða, sem að lokum verða ofan á í fiskveiðimálum, mega þær ekki verða til þess að minnka arð og afrakstur auðlindarinnar, heldur ættu þær að verða til þess að auka hagkvæmni greinarinnar og þar með auðvitað þjóðarbúsins.

Alvöru auðlindagjald ætti hins vegar að taka upp og álagning þess ætti að vera einföld og auðskilin og ganga jafnt yfir alla. Það væri best gert með ákveðnu gjaldi á hvert landað kíló af fiski, en ekki reiknað út eftirá eftir flóknum reglum um framlegð, sem myndi koma misjafnlega niður á útgerðaraðilum.

Einfalt og auðskilið kerffi, sem skilar hámarksarði fyrir þjóðina hlýtur að vera keppikefli allra.


mbl.is Ísland 17. mesta fiskveiðiþjóðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband