Ríkisstjórn Þráins Bertelssonar

Jóhanna Sigurðardóttir, ráðherra í ríkisstjórn Þráins Bertelssonar, hefur stefnt að því leynt og ljóst að koma frumvarpi um fækkun ráðuneyta í gegn um þingið, í þeim tilgangi að losna við Jón Bjarnason úr ráðherrastóli. Með því ætlar hún að liðka til fyrir innlimunarferli Íslands sem útnárahrepps í væntanlegt stórríki ESB.

Það hlýtur nánast að vera formsatriði að Þráinn og Jóhanna hafi stólaskipti, enda er það nú Þráinn sem stjórnar því hvort, hvenær og hvaða lagafrumvörp fást lögð fyrir Alþingi og hvort þau fást yfirleitt samþykkt.

Þróinn hefur lýst því yfir að hann muni sjá til þess að fjárlagafrumvarp verði ekki samþykkt í haust, nema hans hugmyndir um rekstur Kvikmyndaskóla Íslands nái fram að ganga og í dag stöðvaði hann stjórnarfrumvarp um breitingu á skipan stjórnarráðsins og fjölda ráðuneyta.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er greinilega genginn sinn veg og við hefur tekið ríkisstjórn Þráins Bertelssonar.

Stjórn Jóhönnu hefur ekki verið þjóðinni til neinna heilla og akveg er öruggt að þjóðin hefur ekki til neins að hlakka vegna þessara skipta á stjórnarherra.


mbl.is Óboðlegt frumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað skilja ESBsinnar ekki í orðinu "evrukrísa"?

Íslenskar ESBgrúppíur halda því statt og stöðugt fram að evran sé afar traustur gjaldmiðill og engin vandamál steðji að evrunni sjálfri og hvað þá efnahagsstöðugleika evruríkjanna.

Hver kommisarinn í ESB, ýmsir ráðamenn í Evrópu og fjöldinn allur af fræðimönnum hefur þó haldið öðru fram og sagt framtíð evrunnar í verulegri hættu, nema evruríkin afsali sér fjárræði sínu til Brussel og að þaðað verði ríkisfjármálum allra ríkjanna stjórnað í framtíðinni.

Nú hefur Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands, bæst í hóp þeirra sem stigið hafa fram og tjáð sig um nauðsyn þess að miðstýra fjármálum evruríkjanna frá Brussel og hefur dagblaðið Bild m.a. eftir honum: "Slíkra breytinga er þörf vegna evrukrísunnar, jafnvel þó að við vitum hversu erfiðar slíkar samningaviðræður geta verið."

Þýskaland og Frakkland eru þau ríki sem stjórna ESB í raun, þrátt fyrir að látið sé líta út fyrir að einhverskonar lýðræði, eða jafnræði, sé við líði innan hins væntanlega stórríkis, sem íslensku grúppíurnar vilja endilega að fái að innlima landið sem útnárahrepp.

Hvað skyldi það vera í sambandi við orðið "evrukrísa" sem íslesku ESBgrúppíurnar skilja ekki? 


mbl.is Vill meiri völd til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband