Læknaskorturinn er orðinn verulegt vandamál

Niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu er farinn að valda verulegum læknaskorti í landinu, því læknar eins og margar aðrar starfsstéttir leita nú fyrir sér um vinnu erlendis, þar sem launakjör og vinnuaðbúnaður er langtum betri en er hér á landi, sérstaklega eftir banka- og efnahagshruinið haustið 2008.

Sveinn Kjartansson, formaður samninganefndar lækna, segir að nýgerður kjarasamningur við ríkið verði ekki til þess að laða þá lækna, sem þegar starfa erlendis, heim aftur, en geti orðið til þess að fækka eitthvað í þeim hópi sem annars hefði flúið land vegna launa og aðbúnaðar á vinnustöðum, eða eins og haft er eftir honum í fréttinni:  "Þetta mun ekki breyta því að ungir læknar hraði sér út í sérnám og borin von að kjörin muni lokka unga öfluga sérfræðilækna heim, eins og við þurfum á að halda. Þetta gæti hugsanlega orðið til þess að sá hópur lækna sem starfað hefur á Íslandi dragi við sig að segja upp og fara alfarið til vinnu erlendis. Það er kannski helsti ávinningurinn."

Læknaskortur er þó ekki alveg nýr af nálinni hér á landi, því a.m.k. hefur skort heimilislækna í mörg ár og ekki verið skilningur í kerfinu á því að fjöldi fólks hefur ekki aðgang að föstum heimilislækni og þarf að fara á milli lækna með sjúkrasögu sína, nánast í hvert skipti sem eitthvað það bjátar á, sem kallar á lækisheimsókn.

Sem dæmi má nefna að fólk hefur þurft að bíða árum saman eftir föstum heimilislækni í Grafarvogi og hjá sumum a.m.k. fer biðin að slaga í áratuginn. 


mbl.is Föst yfirvinna til að halda í lækna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband