Fjárhagsstađa Moggans styrkist á ný

Talsverđ umskipti hafa orđiđ ađ undanförnu í afkomu Árvakurs hf., rekstrarfélags Morgunblađisins, sem m.a. kemur fram í jákvćđri framlegđ fyrri hluta ţessa árs.

Í viđhangandi frétt segir um ţennan viđsnúning m.a: "Framlegđ (ebitda) af rekstri Árvakurs hf. á árinu 2010 batnađi um 389 milljónir króna frá árinu á undan. Framlegđ ársins 2010 var neikvćđ um 97 milljónir en var áriđ 2009 neikvćđ um 486 milljónir. Á ţessu ári hafa orđiđ jákvćđ umskipti og framlegđ á fyrri hluta ársins er jákvćđ um 30 milljónir."

Ţetta eru afar góđ tíđindi og gefa auknar vonir um ađ Mogginn verđi gefin út um ófyrirséđa framtíđ og leiđi umrćđuna í ţjóđfélaginu áfram, eins og hann hefur gert áratugum saman, sem besti og áreiđanlegasti fjölmiđill landsins.

Mogginn ber af öđrum prentmiđlum eins og gull af eiri og enginn sem vill fylgjast međ ţjóđmálunum á Íslandi getur veriđ án ţess ađ lesa blađiđ, bćđi fréttirnar og ritstjórnarskrifin.  Blađiđ var stórveldi í íslensku ţjóđfélagi undir stjórn Styrmis og Matthíasar og er á góđri leiđ međ ađ endurheimta ţann sess undir stjórn núverandi ritstjóra.

Ţó framlegđ segi ekki nema hálfa söguna um endanlega afkomu fyrirtćkis, er a.m.k. nauđsynlegt ađ hún sé jákvćđ, ef möguleiki á ađ vera til ţess ađ greiđa niđur fjárfestingu og fjármagnskostnađ vegna hennar og rekstrarskulda.

Mogganum er óskađ alls góđs í framtíđinni og ţökkuđ samfylgdin á undanförnum áratugum.  Vonandi slitnar sú samfylgd ekki fyrr en dauđinn ađskilur og er ţá ekki átt viđ líftíma Morgunblađsins. 


mbl.is Rekstur Árvakurs á réttri leiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 1. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband