Fjölmennasta útihátíð sögunnar?

Árleg gleðiganga homma og lesbía, með stuðningi alls almennings, fór fram fyrr í dag og var litskrúðug og skemmtileg, eins og venjulega. Að öðrum ólöstuðum, skaraði Páll Óskar fram úr öðrum með sínu atriði í göngunni og einstakt að sjá og heyra hvernig hann hreif mannfjöldann með sér í söng, eftir gönguna.

Gífurlegur mannfjöldi var í göngunni og/eða fylgdist með henni og þrátt fyrir margar bæjarferðirnar í gegn um tíðina á alls kyns viðburði, hef ég líklega aldrei séð annan eins mannfjölda í miðbænum, eins og þar var samankominn í dag.

Á 17. júní og Menningarnótt dreifist mannfjöldinn meira um bæinn og á lengra tímabil, þannig að fjöldinn er líklega aldrei jafn mikill á einum bletti, eins og er þegar Gleðigangan fer um götur borgarinnar.

Hommum, lesbíum, aðstandendum og Íslendingum öllum er óskað til hamingju með daginn, glæsilega göngu og frábært skipulag á dagskránni.


mbl.is Þúsundir í gleðigöngunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband