Óheppnasta flugfélag í heimi?

Iceland Express, sem gefur sig út fyrir að vera flugfélag en er það ekki, hlýtur að vera óheppnasti ferðaþjónustuaðili í veröldinni, miðað við allar tafir, seinkanir og bilanir, sem hjá félagið upp á nánast hvern einasta dag.

Þar að auki er félagið einstaklega óheppið með samstarfsfyrirtæki erlendis, a.m.k. ef mark er takandi á afsökunartilkynningum félagsis vegna allra þeirra vandamála sem við er að glíma í rekstri þessa félags, umfram önnur í sambærilegum viðskiptum. Félagið birti heilsíðuauglýsingu með afsökunum á þeim töfum sem einkennt hafa allt áætlunarflug félagsins og lofaði bót og betrun í þeim efnum. Mánuðinn eftir afsökunina reyndust aðeins 38% áætlunarferða IE vera innan ásættanlegra tafamarka og mun það hafa verið slakasta útkoma allra flugrekstraraðila veraldarinnar. Líklega munu þó ekki öll flugfélög þriðja heims ríkja hafa verið með í þeim samanburði.

Þegar farþegar félagsins frá París urðu fyrir eins og hálfs sólarhrings seinkun á áætlun og var hrúgað saman á hótelherbergi með ókunnugu fólki, bar fulltrúi IE því við, að um algera handvömm samstarfsfyrirtækis þeirra í París væri að ræða og taka þyrfti til skoðunar að finna nýjan þjónustuaðila þar í borg. Nú verður fjórtán ára stúlka fyrir því að verða skilin eftir á flugvellinum í Billund, vegna yfirbókunar, og þá er atvikinu að sjálfsögðu vísað á það þjónustufyrirtæki sem IE er svo óheppið að vera í viðskiptum við þar á bæ, enda stóð ekki á yfirlýsingu um að líklega þyrfti að leita að nýjum samstarfsaðila þar í borg, rétt eins og í París.

Eftirfarandi orð Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa IE, verða líklega einkunnarorð félagsins framvegis: "Við þurfum auðvitað að íhuga það hvort við höldum áfram viðskiptum við félag sem hagar sér með þessum hætti."

Það er sannarlega ekki ofsögum sagt af einstakri óheppni Iceland Express, a.mk. með val á samstarfsfyrirtækjum.


mbl.is Asa starfsmanns um að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjaldgæf tölvuafrit

Enn birtist frétt af miklum gagnamissi tölvueiganda þegar tölvu hans er stolið, en ótrúlega oft virðist sú saga endurtaka sig.

Í frétt dagsins af slíku máli er það Anna Mjöll Ólafsdóttir, söngkona, sem fyrir tjóninu varð, en hún segir um m.a. um málið: "My laptop which I never ever back up and has my entire life on it, was just stolen out of my car on Melrose Blvd earlier today."

Það verður að teljast ótrúlegt kæruleysi af fólki, að afrita aldrei gögnin af tölvum sínum, hvort sem um borð- eða fartölvur er að ræða, þar sem tölvur geta eyðilagst eða þeim verið stolið, enda virðast tölvur vera afar "vinsælar" hjá þjófum, sem hlýtur að byggjast á því að auðvelt sé að koma þeim í verð á svarta markaðinum.

Af og til berast neyðarköll frá rithöfundum, tónlistarmönnum og öðrum, sem hafa orðið fyrir því óláni að tölvu þeirra hefur verið stolið og sárasta tapið hefur verið í gögnunum, sem á tölvunum hafa verið geymdar, jafnvel heilu skáldsögurnar, tónverkin, ljósmyndamöppurnar og annað, sem ómetanlegt er og erfitt er að endurskapa.

Þrátt fyrir allar þessar svipuðu fréttir af þessu tagi, virðist þær ekki duga til að vekja fólk til vitundar um brýna nauðsyn afritunartöku af öllum tölvugögnum.


mbl.is Tölvu Önnu Mjallar rænt á Melrose Blvd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband