Hetjur eða kjánar?

Allar hlutabréfavísitölur austan hafs og vestan hafa verið í frjálsu falli í dag og undanfarna daga hefur ótti fjárfesta farið sívaxandi um að nýtt efnahagshrun sé í uppsiglingu, enda flestir ríkissjóðir orðnir svo skuldsettir að óvissa eykst sífellt um að alvarlegir greiðsluerfiðleikar þeirra séu framundan.

Samkvæmt fréttinni var ein helsta orsök hræðslukippsins í dag þessi: "Svo virðist sem lækkunina megi aðallega rekja til þess að bankastjóra Seðlabanka Evrópu mistókst að sannfæra fjárfesta um að ástandið evru-svæðinu sé viðunandi."

Allir í heiminum hafa miklar áhyggjur af efnahagsástandi evruríkjanna og óttast að evran standist ekki sem gjaldmiðill til framtíðar, nema þá einna helst með algerum fjármálalegum samruna evrulandanna og að öllum þeirra efnahagsmálum verði stjórnað frá Brussel og þau verði þar með ófjárráða, hvert fyrir sig.

Að vísu virðist vera einn hópur manna í veröldinni, sem engan skilning virðist hafa á þessu máli og það er Samfylkingarfólk á Íslandi og nokkrir nytsamir sakleysingjar aðrir, sem endilega vilja fá að komast inn í þennan vonlausa félagsskap og alveg sérstaklega er ástin á evrunni átakanleg.

Ofurhugar hafa margir sagt, að óttinn sé nauðsynlegur fylgifiskur hetjudáðanna, því hann sjái til þess að allur vari sé hafður á þeim aðgerðum og athöfnum sem þeir taka sér fyrir hendur.  Aðeins kjánar séu algerlega óttalausir, enda séu það yfirleitt einmitt þeir sem fari sér að voða.

Hvort skyldi afstaða íslenskra ESBsinna bera meiri keim af viðbrögðum ofurhuganna eða kjánanna? 


mbl.is Algjört hrun á mörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband