30.8.2011 | 23:06
Jóhanna afhjúpuð?
"Norræna velferðarstjórnin" undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur barðist af hörku gegn hvers konar aðgerðum til aðstoðar heimila í skuldakreppu og gjaldþrotahættu og gaf m.a. í skin að AGS væri algerlega andsnúinn öllum slikum hjálparaðgerðum.
Nú kemur hins vegar Guðmundur Andri Skúlason, formaður Samtaka lánþega, fram með þær upplýsingar að í raun hafi það verið Jóhanna sjáolf, sem andvígust var öllum aðgerðum í þá veru vegna ótta um að alíkt myndi setja Íbúðalánasjóð á hausinn.
Eftir Guðmundi Andra er þetta haft m.a: "En á fundi sem ég átti, svo dæmi sé tekið, á sínum tíma með Hermanni Björnssyni, framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs Kaupþings, og Regin Mogensen, framkvæmdastjóra lögfræðisviðs bankans, um það bil ári eftir hrun, kom fram að bankarnir vildu þá strax leiðrétta lánasöfn sín. Sú leiðrétting væri í raun grunnforsenda fyrir áreiðanlegu mati á eignasafni bankanna. Aftur á móti vildi Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ekki fara í þá framkvæmd. Ástæðan var að með leiðréttingu færi Íbúðalánasjóður yfir um. Það er því spurning hvort AGS er hér hafður fyrir rangri sök. Ég hef auðvitað ekki hugmynd um það."
Þetta eru að mörgu leyti stórmerkilegar upplýsingar, en jafnframt er óskiljanlegt hvers vegna Guðmundur Andri hefur legið á þessari vitneskju sinni í meira en eitt og hálft ár án þess að skýra frá þeim opinberlega. Allan þennan tíma hefur verið gríðarlega mikil umræða í þjóðfélaginu um þessi mál og skýringar ráðherranna verið afar misvísandi.
Guðmundur Andri verður að skýra betur þessa upplýsingaleynd í þessi tæpu tvö ár.
![]() |
Jóhanna vildi ekki afskriftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
30.8.2011 | 19:31
Fjárfestar frá einræðisríkjum
Allri erlendri fjárfestingu hér á landi ber að fagna og skiptir þá að öllu jöfnu engu hvaðan fjárfestarnir koma, a.m.k. ef þeir hafa getið sér gott orð með fjárfestingum í öðrum löndum og séu ekki þekktir fyrir barnaþrælkun í verksmiðjum sínum eða aðra illa meðferð á starfsfólki sínu.
Fyrirhuguð fjárfesting nýríks Kínverja í ferðaþjónustu hér á landi væri í raun sjálfsögð og ætti ekki að vekja mótstöðu fólks, nema ef vera skyldi af þeirri ástæðu að Kína er einræðisríki og þekkt fyrir grimmilega meðferð á þegnum sínum oft á tíðum.
Kínverska einræðisstjórnin er einnig þekkt fyrir frekju og yfirgang gagnvart þeim þjóðum og einstaklingum sem dirfast að framkvæma eitthvað sem þeim er á móti skapi og nægir að nefna sem dæmi yfirgang þeirra og hortugheit gagnvart Noregi vegna þess að kínverskum rithöfundi voru veitt Nóbelsverðlaunin, útskúfun Bjarkar frá frekari heimsóknum til Kína vegna stuðnings hennar við réttindabaráttu Tíbeta og hótanir og refsiaðgerðir Kínverja á hendur hverjum þeim sem einhver samskipti hefur við Tawian.
Vegna þessara stjórnarhátta í Kína má setja fyrirvara um hvort fjárfestingar frá slíku ríki séu velkomnar, hvort sem eru á vegum kínverska ríkisins eða fjárfestingar einstaklinga, hvort sem þeir eru leppar stjórnvalda eða ekki.
Hefðum við Íslendingar fagnað fjárfestingum Gaddafys, sona hans eða annarra libiskra fjárfesta þeim þóknanlegum. Hvað um fjárfestingar af hálfu t.d. feðganna í Norður-Kóreu eða Mugabe í Zimbabwe?
![]() |
Ísland þarf peningana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.8.2011 | 10:41
Lýsandi dæmi um skattahækkanabrjálæðið
Jóna Valgerður Kristinsdóttir, formaður Félags eldri borgara, segir að nú færist mjög í vöxt að eldri borgarar taki peninga sína út af bankareikningum og geymi þá frekar í bankahólfum, vegna skattabrjálæðisins sem tröllríður þjóðfélaginu um þessar mundir.
Fjármagnstekjur eru nú skattlagðar um 20%, þrátt fyrir að ávöxtun sé neikvæð og skatturinn leggst einnig á verðbætur, sem þó eru ekki tekjur, heldur verðleiðrétting á peningalega eign. Þegar ávöxtun sparifjár er neikvæð eins og nú gerist, er ekki nema von að eldri borgarar reyni að forða sér undan ofursköttunum, því til viðbótar skattabrjálæðinu á sparifé, skerða "vaxtatekjurnar" lífeyri þeirra frá Tryggingastofnun, þannig að skatturinn fer í raun yfir 100%.
Í fréttinni er haft eftir Jónu Valgerði m.a: "Ég hefði ætlað að ríkisstjórnin legði metnað sinn í að stuðla að auknum sparnaði. Sú hækkun á fjármagnstekjuskatti sem þarna er rætt um myndi draga úr áhuga fólks á sparnaði. Það myndi jafnframt færast í vöxt að fólk tæki út fé og setti inn á bankahólf. Margir eldri borgarar horfa þegar fram á rýrnun sparifjár síns vegna verðbólgunnar."
Hér á landi er orðið "fjármagnseigandi" nánast orðið að skammaryrði og lagt að jöfnu við orðið "glæpamaður", þó sparnaður sé undirstaða útlána bankakerfisins og þar með afl þeirra hluta sem gera þarf í hverju þjóðfélagi.
Annarsstaðar en á Íslandi er hvatt til sparnaðar og almenningur í öðrum löndum telur það sjálfum sér til mikils ágætis að vera flokkaður sem "fjármagnseigandi" og eiga með því von um betri daga á efri árum.
"Norræna velferðarstjórnin" á Íslandi er á góðri leið með að jafna örbirgð jafnt á alla landsmenn.
![]() |
Eldri borgarar taka út peninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)