"Evran er að hrynja" segir Greenspan.

Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, var nánast í guðatölu efnahagsveraldarinnar í sinni bankastjóratíð, þó einhverjar gagnrýnisraddir færu að heyrast vegna þeirra starfa hans, eftir að hann lét af störfum.

Í ræðu í dag hélt Greenspan því fram að evran væri að hrynja og að skuldavandi ESB stæði bandaríska hagkerfinu fyrir þrifum, enda færi um 20% útflutningsvara Bandaríkjanna til Evrópu.

Í fréttinni segir m.a: "Hann sagði helsta vandamálið það að evrópskir bankar væru að lenda í vandræðum vegna þess að þeir ættu mikið af skuldum ríkja sem væru við það að lenda í greiðsluþroti. Þá sagðist Greenspan ekki eiga von á því að Bandaríkin myndu aftur lenda í kreppu þó líkurnar á því hefðu aukist."

Talsmenn ESB vilja alls ekki viðurkenna að vandræði þeirra ríkja innan sambandsins, sem eru við það að lenda í greiðsluþroti, verði til þess að kollvarpa evrusamstarfinu, en reyndar hafa þeir verið að hörfa úr einu víginu í annað á síðustu mánuðum og æ fleiri evruríki verið að lenda í vandræðum, eða reiknað með að svo fari á næstunni.

Hvað ætli það sé helst, varðandi efnahagsvanda ESBríkja og sérstaklega evrukrísuna, sem íslenskir ESBsinnar hafa ekki heyrt um ennþá?


mbl.is „Evran er að hrynja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband