Heimilislaus þingmaður

Guðmundur Steingrímsson virðist nýbúinn að uppgötva að hann eigi enga samleið með Framsóknarflokknum, en áður var hann félagi í Samfylkingunni og uppgötvaði rétt fyrir síðustu þingkosningar að þar ætti hann ekki heima heldur.

Guðmundur hefur ekki fundið neitt nýtt pólitískt heimili, en segist ætla að reyna að finna nýtt heimili fyrir sig og aðra heimilislausa stjórnmálamenn og vonast reyndar til þess að eitthvert góðhjartað fólk sé tilbúið til þess að skjóta yfir þá skjólshúsi.

Flestir aðrir en Guðmundur sjálfur hafa fyrir löngu uppgötvað að hann hafi verið eins og hver önnur boðflenna á Framsóknarheimilinu og ekki átt neina samleið með heimilisfólki þar, nema ef vera skyldi Sif Friðleifsdóttur, sem einnig hefur verið hálfutangátta þar á bæ.

Helsta áhugamál Guðmundar er að innlima Ísland sem útnárahrepp í væntanlegt stórríki ESB og ekki munu vera margir samhuga honum í því efni utan Samfylkingarinnar.

Hugsi Guðmundur sér og jafnvel einhverjir fleiri með honum, að stofna nýjan stjórnmálaflokk og bjóða fram til Alþingis, hlýtur þeirra aðalbarátta að snúast um að reyta fylgið af Samfylkingunni.

Aðrir munu varla laðast að þessum hugsanlega væntanlega flokki.


mbl.is „Á ekki lengur heima í Framsókn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband