Ömurlegur málflutningur HH

Það er hreint ömurlegt að fylgjast með málflutningi Hagsmunasamtaka Heimilanna í baráttunni gegn verðbótum húsnæðislána. Ekkert er við því að segja að fólk sé á móti verðtryggingu lána og vilji heldur óverðtryggð lán með háum breytilegum vöxtum.

Ekkert er heldur við því að segja að fólk sé á móti jafngreiðslulánum, sem eru með jafnri greiðslubyrði út lánstímann og vilji heldur lán með jöfnum afborgunum, sem eru með mjög þungri greiðslubyrði til að byrja með, en smálækkandi eftir því sem líður á lánstímann.

Hins vegar er ömurlegt að fylgjast með þeirri baráttuaðferð HH að falsa útreikninga á húsnæðislánum og hreinlega ljúga til um aðferðir við verðbætingu lánanna. HH heldur því fram að verðbætur séu lagðar við höfuðstól lánanna mánaðarlega og síðan séu þær verðbættar með höfuðstólnum við næstu mánaðarmót og svo koll af kolli út lánstímann.

Þrátt fyrir að verkfræðingar, stærðfræðingar, tryggingastæðrfræðingar og aðrir sem bæði skilja lánsformið og kunna að reikna, bendi á lygarnar og falsanirnar, halda hagsmunasamtökin áfram að veifa sínum fölsuðu rökum og neita staðfastlega að um lygar og blekkingar sé að ræða af sinni hálfu.

Svona málflutningur fólks, sem vill láta taka sig alvarlega, er ekki mönnum bjóðandi.


mbl.is Hagsmunasamtökin standa við útreikninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband