Æsifréttamennska Stöðvar 2

Sá sjaldgæfi atburður gerðist í gær að foreldrar gleymdu barni sínu í bílstól á gangstétt við íbúðarhús sitt þegar þau voru að búast til blaðburðar og höfðu lagt stólinn frá sér á meðan dagblöðunum var hlaðið í bílinn.

Barnið var vel haldið, vel klætt og svaf vært í stólnum sínum, þannig að í sjálfu sér var barnið ekki í neinni lífshættu, enda alsiða hér á landi að láta smábörn sofa úti. Þarna var því eingöngu um mannleg mistök að ræða, sem alla getur hent þegar röð tilviljana eða óhappa henda hvern sem er við ólíklegustu aðstæður.

Í Mogganum er eftirfarandi haft eftir Sigrúnu Hv. Magnúsdóttur, yfirfélagsráðgjafa Setljarnarness: "Ekkert bendi til vanrækslu heldur hafi aðeins verið um stakt atvik að ræða vegna sérstakra aðstæðna. „Það er bara hræðilegt að þetta skyldi hafa komið fyrir og ef einhverjir eru í áfalli þá eru það foreldrarnir,“ segir Sigrún. Ekki þykir tilefni til frekari eftirmála."

Ömurlegt var að fylgjst með fréttaflutningi Stöðvar 2 af þessu máli, en þar var atvikið sett upp í miklum æsifréttastíl og reynt að gera mikinn harmleik úr því og því meira að segja logið að barnið hafi grátið mikið og verið nánast óhuggandi, þegar staðreyndin var sú að ekki heyrðist í því og það svaf rólega og vært.

Þessi fréttaflutningur er enn ein staðfesting á því að engum fréttum er treystandi frá þessum miðli. 

 


mbl.is Áfallið er mest fyrir foreldrana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband