16.8.2011 | 20:06
Útreikningar óskast
Hagsmunasamtök heimilanna hafa skotið því til úrskurðar Umboðsmanns Alþingis hvort ólöglega hafi verið staðið að útreikningi verðbóta á lán frá því að verðtrygging var tekin upp árið 1976.
Röksemd fyrir kvörtuninni kemur fram í þessari málsgrein fréttarinnar: "Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, sagði í viðtali við RÚV að ekki væri heimild í lögum til að verðbæta höfuðstól lána. Eingöngu væri heimild til að verðbæta afborganir, þ.e. greiðslur. Ekki væri heldur heimild til þess í núgildandi lögum að bæta verðbótum ofan á höfuðstólinn."
Þar sem ekki verður séð í fljótu bragði hvernig það breytir upphæð afborgunar, hvort reiknaðar séu verðbætur á höfuðstólinn áður en afborgun er reiknuð, eða hvort afborgunin er fyrst reiknuð út frá upphaflegum höfuðstól og síðan verðbætt, væri upplýsandi að einhver reikningsglöggur maður sýndi hvernig mismunur gæti myndast eftir reikningsaðferðinni.
![]() |
Umboðsmaður kannar útreikninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
16.8.2011 | 16:22
Er meiri kreppa í evrulöndunum en á Íslandi?
Í þeirri miklu kreppu sem hrjáir íslenskt efnahagslíf um þessar mundir er þó spáð 2% hagvexti á árinu 2011, hvort sem það svo gengur eftir eða ekki. Nýjar tölur frá Evrópu sýna að hagvöxtur evrulandanna hefur aðeins verið 0,2% á öðrum ársfjórðungi þessa árs.
Það sem sérstaka athygli vekur í fréttinni er ekki síst þetta: "Endurspeglar þetta nýjar tölur frá tveimur stærstu hagkerfum Evrópu, Þýskalandi og Frakklandi, en í Þýskalandi mældist einungis 0,1% hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi og í Frakklandi var enginn vöxtur í fjórðungnum. Er ástandið á evru-svæðinu ólíkt því sem er að gerast í Bandaríkjunum og Japan þar sem hagvöxtur hefur verið að aukast."
Þetta er stórfrétt, þar sem Frakkland og enn frekar Þýskaland hafa verið aðaldriffjaðrir efnahagslífsins á evrusvæðinu og á þau hefur verið treyst, fyrst og fremst, sem bjargvætti skuldugra ríkja á evrusvæðinu, enda flestum málum er snúa að efnahagsráðstöfunum á evrusvæðinu ráðið á einkafundum Þýskalandskanslara og Frakklandsforseta.
Hér á landi hefur kreppunni verið kennt um lítinn hagvöxt á árinu 2011. Hvað skyldi þá skýra þennan litla hagvöxt evrulandanna og reyndar allra ESBríkjanna?
![]() |
Minni hagvöxtur á evru-svæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2011 | 11:28
Eykst dópnotkun vegna skattahækkana?
Gríðarlegar hækkanir hafa orðið á áfengissköttum undanfarin rúm tvö ár og er nú svo komið að bjór og áfengi er orðið svo dýrt hjá Steingrími J., að sala í ríkinu dregst stöðugt saman, en brugg og smygl eykst að sama skapi.
Nú virðast vera að koma í ljós enn aðrar afleiðingar þessa skattahækkanabrjálæðis, en það er gífurlega mikil aukning dópneyslu, eða eins og segir í upphafi fréttarinnar: "Fækkun hefur orðið í flestum brotaflokkum á tímabilinu janúar til júlí árin 2009, 2010 og 2011. Einn flokkur sker sig þó úr því fíkniefnabrotum hefur fjölgað um 33% á umræddu tímabili."
Eina rökræna skýringin á þessari fjölgun þeirra sem teknir eru með fíkniefni er sú, að orðið sé mun fyrirhafnarminna og ekki síst miklu ódýrara að verða sér úti um dóp og búið sé að verðleggja áfengið út úr þeirri samkeppni.
Kannski er þessi verðstefna Steingríms J. vísbending um hvaða vímugjafa hann telur heppilegasta fyrir landsmenn.
![]() |
Fíkniefnabrotum fjölgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)