Eftirspurnin skrúfar upp húsaleiguna - auðvitað

Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu hefur farið hækkandi undanfarna mánuði og virðist það koma ýmsum á óvart, t.d. starfsmanni Leigulistans, svo og fulltrúum Öryrkjabandalags Íslands og Félagsstofnunar stúdenta.

Þetta ætti hins vegar ekki að koma á óvart, sé tekið mið af því hve seint og illa gengur að ráða fram úr vanda margra íbúðaeiegnda, t.d. með endurútreikning erlendra lána, 110% leiðina svokölluðu, lánalengingar o.s.frv. Vegna þessa seinagangs hafa margir misst íbúðir sínar og þar með þurft að leita á leigumarkaðinn.

Einnig hefur verið í gangi mikill áróður gegn íbúðakaupum og að miklu betra sé fyrir fólk að leigja sér íbúðarhúsnæði en kaupa það, því með kaupum sé fólk að festa sig í ævilöngum þrældómi í þágu lánastofnana. Enginn virðist sjá neina sambærilega galla á því að fólk festi sig í ævilöngum þrældómi fyrir leigusalana.

Festi fólk kaup á fasteign, eignast það hana að lokum, þó eignamyndun verði hæg fyrri helming lánstíma húsnæðislánanna. Með leigu eignast leigjandinn auðvitað aldrei neitt í íbúðinni og hefur þar að auki takmarkað öryggi fyrir framtíðarbúsetu sinni.

Þegar eftirspurn eftir ákveðinni þjónustu eða vöru eykst skyndilega, hækkar verðið óhjákvæmilega. Það á við um húsaleigu eins og annað.

Framboð og eftirspurn ræður upphæð á húsaleigu, eins og annarri verðmyndun.

Málið er ekki flóknara en það.


mbl.is Ráða ekki við húsaleiguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðjón er ÞJÁLFARINN

Guðjón Þórðarson hefur margsannað að hann er besti knattspyrnuþjálfari landsins, enda nær hann nánast undantekningalaust frábærum árangri með þau lið, sem hann þjálfar.

Í sumar tók hann að sér þjálfum ungs liðs BÍ/Bolungavík og hefur á skömmum tíma gert úr því lið, sem enginn getur fyrirfram verið viss um að vinna. Þetta sannaðst eftirminnilega í gær, þegar liðið vann spútniklið ÍA á heimavelli þess, 2-1, en ÍA er lang efst í riðlinum og hefði, með sigri, getað tryggt sér rétt til að leika í efstu deild á næsta ári.

Þetta er sætari sigur fyrir BÍ/Bolungavík fyrir það, að Akranes er heimabær Guðjóns og hann er fyrrverandi þjálfari Skagaliðsins og náði frábærum árangri með liðið á sínum tíma.

Enginn þjálfari landsliðs karla í knattspyrnu hefur náð eins góðum úrslitum í landsleikjum og Guðjón gerði á sínum ferli, sem landsliðsþjálfari, og nú er svo ástatt með landsliðið að enginn reiknar lengur með að það vinni leiki sína. Núna er markið ekki sett hærra en svo, að vonast til að niðurlæging liðsins verði sem minnst í hverjum leik.

Landsliðsþjálfarastaðan losnar í haust og ætti Guðjón Þórðarson að vera sjálfsagður til að taka þar við. Vafalaust tækist honum á skömmum tíma að laga orðspor liðsins umtalsvert.

Fyrsta takmark hans ætti að vera að koma íslenska liðinu upp fyrir það færeyska á heimslistanum.


mbl.is Þórður: Sætt að vinna fyrir Guðjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband