Belgía og Frakkland næst?

Vegna þess hruns sem orðið hefur að undanförnu á hlutabréfamörkuðum heimsins, hafa ríkisstjórnir og seðlabankar gripið til ýmissa ráða til að róa fjárfesta og skapa ró á fjármálamörkuðum.

Nýjasta útspilið í þeim efnum er bann fjögurra Evruríkja við skortsölu hlutabréfa, en það eru Ítalía, Spánn, Belgía og Frakkland. Tvö fyrstnefndu ríkin hafa átt við mikla efnahagserfiðleika að stríða, ekki síst Spánn, Belgía hefur verið nefnd í sambandi við hugsanlega neyðaraðstoð, en að Frakkland skuli vera á þessum lista vekur alveg sérstaka athygli.

Frakkland hefur, ásamt Þýskalandi, verið leiðandi ríki innan ESB og þegar stórar ákvarðanir þarf að taka varðandi evruna og björgun illa staddra evruríkja, setjast ráðamenn í þessum tveim löndum jafnan saman á einkafundum og ráða ráðum ríkjanna og aðrir minni spámenn verða síðan að fylgja þeirri stefnu sem leiðtogar Frakklands og Þýskalands ákveða.

Undanfarið hafa hlutabréf franskra banka hríðfallið á mörkuðum og bannið við skortsölunni því örvæntingarráð til að reyna að koma í veg fyrir frekari lækkanir þeirra.

Aukist efnahagsörðugleikarnir í Frakklandi á næstunni er útséð um hvað verður um evruna sem gjaldmiðil og þá fyrst myndi verulega fara að hrikta í undirstöðum ESB og óvíst að sambandið stæðist slíkt áfall.

Hvenær skyldi "samninganefnd" Íslands um innlimun landsins í þetta ógæfusamband verða kölluð heim?


mbl.is Lækkun þrátt fyrir bann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband