Sparnaður hér, aukin útgjöld þar

Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, bendir á þá augljósu staðreynd, í pistli á vefsíðu spítalans, að gríðarlegur niðurskurður víða í heilbrigðiskerfinu bitnar á Landspítalanum að því leyti að innlögnum fjölgar þar og erfiðara er að koma sjúklingum út af sjúkrahúsinu aftur, t.d. til vistunar á hjúkrunarheimilum annað hvort til skamms eða langs tíma.

Björn bendir á, að vegna sumarlokana einstakra deilda á Landspítalanum sé ástandið enn erfiðara en ella og álag á starfsfólk meira en góðu hófi gegnir og þar að auki komi fyrir að nauðsynlegt sé að láta sjúklinga liggja á göngunum, fyrir og eftir aðgerðir.

Á vefnum segir Björn m.a: "Vonandi stendur þetta allt til bóta þegar líður á sumarið en úrlausnir eru ekki margar því að Landspítali er sá staður sem hefur alltaf opið og tekur við öllum hvenær sem er þegar aðrir hafa minnkað sína starfsemi eða lokað."

Þetta sýnir að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er kominn yfir sársaukamörk og lengra verður ekki gengið í þeim efnum.  Um leið og efnahagslegar forsendur leyfa verður reyndar að auka framlög til heilbrigismála aftur og létta það aukna vinnuálag, sem starfsfólk Landspítala hefur þurft að taka á sig undanfarin misseri.

Ennfremur sannast enn og aftur á þessu, að niðurskurður og sparnaður á einum stað í ríkiskerfinu veldur einfaldlega auknum kostnaði og álagi annars staðar.  Oft á tíðum bitnar bæði kostnaðurinn og álagið harðast á sjúklingunum sjálfum, sem auðvitað eru í lakastri stöðu til að taka slíkt á sig. 


mbl.is Samdráttur leiðir til aukins álags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur aðstoðarutanríkisráðherra Palestínu?

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, er á ferðalagi í Palestínu í þeim tilgangi að leysa ágreiningsmál Ísraela og Palestínumanna, en eins og fólki er kunnugt, hefur ekki ríkt sátt og samlyndi um alla hluti milli þeirra undanfarið, þ.e.a.s. aldrei.

Skemmst er að minnast heimsóknar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra, til Ísrael á árinu 2007 en eftir þá heimsókn lýsti hún því yfir að sjálf myndi hún beita sér fyrir friðarsamkomulagi milli stríðandi fylkinga á svæðinu. Það gekk ekki alveg eftir og nú tekur Össur upp þráðinn að nýju, en að vísu flytur hann sinn friðarboðskap handan annarra landamæra en Ingibjörg Sólrún gerði og telur það sjálfsagt vænlegra til árangurs.

Össur og Al Maliki, utanríkisráðherra í heimastjórn Palestínu, eru búnir að undirrita samkomulag um samráð sín í milli og þó það komi ekki nógu skýrt fram í fréttinni, hlýtur það samkomulag að fjalla um saráð Al-Malikis við Össur um vandamál Palestínu, því ekki er heimilt að fela útlendingum stjórn utanríkismála Íslands.

Samkvæmt því verður ekki annað séð en að Össur sé orðinn aðstoðarutanríkisráðherra í heimastjórn Palestínu og verður þess þá sennilega ekki langt að bíða að lögð verði fram innlimunarbeiðni frá Palestínu í væntanlegt stórríki Evrópu.

Finnist einhverjum slíkt vera fráleitt getur Össur bent á það fordæmi að Ísrael hafi lengi verið þáttakandi í Eurovision.


mbl.is Samráð Íslendinga og Palestínumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband