29.7.2011 | 13:19
"Svört" ríkisstjórn
Svört atvinnustarfsemi hefur aukist mikiđ undanfarin tvö ár og sömuleiđis fara sögur af ţví ađ smygl á áfengi og tóbaki sé sívaxandi.
Allt á ţetta rćtur í skattahćkkanabrjálćđi ríkisstjórnarinna á öllum sviđum, bćđi hćkkun á beinum og óbeinum sköttum. Sala á áfengi í vínbúđum ríkisins fer minnkandi, en viđskiptin fćrast inn í neđanjarđarhagkerfiđ. Bensínskattar eru orđnir svo íţyngjandi ađ umferđ dregst sífellt saman, en viđ ţví hefur svarti markađurinn lítil svör, enda óhćgt um vik ađ smygla bensíni og olíum.
Ofan á skattabrjálćđiđ bćtist svo barátta ríkisstórnarinnar gegn hvers kyns atvinnuuppbyggingu, ţannig ađ atvinnuleysiđ minnkar lítiđ, en tekjuskerđingin sem atvinnuleysinu fylgir ýtir enn fleirum út í ađ stunda ólöglega atvinnu og önnur viđskipi á svarta markađinum.
Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. er "svört" ríkisstjórn.
![]() |
Svört starfsemi í blóma |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
29.7.2011 | 01:19
Sextíuţúsund vínflöskur?
Slitastjórn Kaupţings stendur í stórrćđum um ţessar mundir vegna tilrauna sinna til ađ hnekkja niđurfellingu persónulegra ábyrgđa stjórnenda og ýmissa starfsmanna bankans á lánum sem ţeir tóku hjá bankanum til ţess ađ kaupa hlutabréf í bankanum sjálfum. Í ţessum málarekstri hefur slitastjórnin fengiđ samţykktar kyrrsetningar á einbýlishúsum og öđrum fasteignum í eigu ţessara manna.
Sérstaka athygli vekur kyrrsetning á iđnađarhúsnćđi á Smiđshöfđa vegna ţess sem álitiđ ađ sé geymt ţar innandyra, en í fréttinni segir m.a um ţessa kyrrsetningu á húsnćđinu, sem er í eigu Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupţings á Íslandi, og Steingríms P. Kárasonar, fyrrverandi framkvćmdastjóra áhćttustýringar bankans: "Alls hljóđar kyrrsetningarbeiđnin upp á 154,8 milljónir. Heimildir Fréttatímans herma ađ í húsnćđinu sé ađ finna áfengi sem er metiđ á 200-300 milljónir króna."
Sé ţetta rétt, sem verđur nú eiginlega ađ teljast međ ólíkindum, ţá er ţetta vínlager, sem hver risastór vínbúđ gćti veriđ stolt af. Jafnvel ţó rándýr eđalvín leyndust ţarna inni á milli hlýtur ţarna ađ vera um ótrúlegan fjölda af flöskum ađ rćđa. Ef reiknađ er međ ađ međalverđ á hverri flösku sé fimmţúsund krónur, ţá samanstendur ţessi lager af 50-60 ţúsund flöskum og er vandséđ hvađ einstaklingar hafa ćtlađ sér ađ gera međ slíkan vínflöskufjölda.
Ţađ hefđi veriđ hćgt ađ bjóđa allri ţjóđinni í góđa veislu og samt hefđi líklega orđiđ afgangur af veisluföngunum.
![]() |
Fréttatíminn: Vínbirgđir kyrrsettar |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)