Sóðaskapur í eldhúsum landsmanna

Kökubasarar hafa í áratugi verið vinsæl leið til fjáröflunar fyrir ýmis líknar-, menningar- og íþróttafélög og ekki vitað til þess að einum einasta manni hafi orðið meint af kræsingunum.  Einnig hefur verið vinsælt af krökkum í skáta- og íþróttafélögum að ganga í hús og selja t.d. heimabakaðar kleinur og kökur til að fjármagna ferðir á skáta- eða íþróttamót erlendis.

Nú hefur hins vegar verið tekið fyrir þetta, líklega vegna tilskipana frá ESB, þar sem eldhús landsmanna eru talin of sóðaleg til að slíkt geti liðist lengur.  Í viðhangandi frétt segir m.a: "Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segja heilbrigðisyfirvöld að hreinlætissjónarmið ráði því að ekki megi selja mat sem framleiddur er í heimahúsum."

Það næsta sem búast má við í reglugerðafargani hins tilskipunarglaða væntanlega stórríkis ESB er væntanlega að hvert einasta heimiliseldhús verði tekið til skoðunar af eftirlitsmönnum frá Evrópusovétinu og þau vottuð sem hæf til matargerðar til manneldis og íbúar þeirra heimila, sem ekki standast ýtrustu kröfur um "hreinlætissjónarmið" verði skikkaðir til að matast í sérstökum "heilbrigðisvænum" matstofum ríkisins.

Það verður að teljast alveg stórmerkilegt að Íslendingar skuli hafa lifað af í landinu fram að þessu án þess að eldhús heimilanna hafi staðist hreinlætissjónarmið ESB.  

Sérstaklega á meðan þjóðin bjó í torfkofunum. 


mbl.is Múffurnar lutu í lægra haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband