Skepnuskapurinn fyrir luktum dyrum

Dómþing í Osló vegna gæsluvarðhaldskröfu yfir mannskepnunni Anders Behring Breivik verður haldið fyrir luktum dyrum, bæði af öryggisástæðum og til þess að koma í veg fyrir að ómennið gæti hugsanlega komið duldum skilaboðum til samverkamanna, hafi þeir einhverjir verið.

Ætla verður að öll réttarhöldin yfir þessum sprengjuvargi og fjöldamorðingja verði lokuð, enda ærin ástæða til þess að koma í veg fyrir að réttarhöldin verði til þess að haturs- og geðveikisáróður þessa manns, ef mann skyldi kalla, verði í aðalhlutverki í fjölmiðlum við umfjöllun þeirra um réttarhöldin.

Alls ekki má gera svokölluðum "pólitískum boðskap" þessa viðundurs hátt undir höfði, því einhversstaðar í veöldinni leynist brjálæðingur af hans tegund og mun sennilega sækja fyrirmynd í voðaverk hans. Breivik virðist hafa sótt sér fyrirmyndir í sprengivargnum frá Oklahoma og Unabomber og líklega mun enn einn vitleysingurinn svo sækja sér innblástur frá Breivik til réttlætingar á einhverju hryllingsverkinu í framtíðinni.

Þessi hörmungaratburður sýnir svart á hvítu, að hvergi í heiminum getur fólk verið óhult fyrir svona ótrúlega andlega brengluðum brjálæðingum.


mbl.is Réttað fyrir luktum dyrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband