Óhugnanlegir atburðir í Osló

Sprengjutilræðið í Osló er óhugnanlegt og sýnir svart á hvítu að enginn getur verið óhultur fyrir slíkum óhæfuverkum, hvort sem þar eiga hryðjuverkasamtök aðild að málum eða einstakir brjálæðingar.

Þó slíkir atburðir sem þessir séu alltaf hörmulegir og sláandi, kemur það ennþá meira við Íslendinga þegar svona lagað gerist í nágrannalöndunum og ekki síst núna, þegar hörmungarnar eru í garði nábúa okkar og frænda í Noregi.

Hugur Íslendinga og samúð eru með Norðmönnum núna og auðvitað mest hjá ættingjum þeirra sem létu lífið í þessari viðbjóðslegu og hugleysislegu sprengingu.

Vonandi er hér um einangraðan atburð að ræða og sá eða þeir glæpamenn sem hann frömdu finnist fljótt og fái viðeigandi dóma fyrir óhæfuverkið.


mbl.is Sjö létust í miðborg Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil eftirsjá að Eden

Eden í Hveragerði, sem brann til kaldra kola í nótt, hefur verið vinsæll áningastaður ferðamanna í hálfa öld og erfitt orðið að hugsa sér Hveragerði án Edens.

Staðurinn var sérstakur að því leyti að þar var fléttað saman á skemmtilegan hátt gróðurhúsi, minja- og gjafavöruverslun og veitingasölu. Bæði innlendir og erlendir ferðamenn sóttu í að koma við í Eden, enda ákveðinn andi í húsinu og þjónusta starfsmanna til fyrirmyndar.

Eden hafði sett svolítið niður á seinni árum, sérstaklega eftir að reynt var, af þeim sem tóku við rekstrinum af frumkvöðlinum, að "nútímavæða" staðinn og gera hann "nútímalegri", en þær breytingar skiluðu sér aðeins í fækkun viðskiptavina.

Undanfarið ár hefur verið unnið að því að koma Eden nær sínu upprunalega formi og var virkilega ánægjulegt að sjá í heimsókn þangað nýlega, að "gamla góða" Eden var að endurlífgast og núverandi eigendur virtust hafa mikinn metnað til þess að skipa Eden aftur á þann sess sem staðurinn hefur haft í hugum ferðamanna lengst af þau fimmtíu ár sem hann hefur verið eitt helsta kennileitið á ferðalögum um Suðurland.

Edens verður sárt saknað og vonandi mun annar staður rísa og veða rekinn jafnmyndarlega á þeim grunni sem Eden var byggt á.


mbl.is Slökkvistarfi er lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband