Steingrímur J. tekur þátt í leynimakki með vogunarsjóðum

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar eru fögur fyrirheit um opna og gagnsæja stjórnsýslu, þar sem allir hlutir skuli vera "uppi á borðum" og þar með almenningi aðgengilegir.

Nú bregður hins vegar svo við, að Steingrímur J. selur hlut almennings í Byr til erlendra vogunarsjóað, sem eru aðaleigendur Íslandsbanka, og neitar að gefa upp söluverð á þessum eignarhluta almennings.

Það verður að teljast fáheyrt að eigendur skuli ekki fá neinar upplýsingar um ráðstöfun eigna sinna og það verð sem fyrir þær fæst við sölu.

Steingrímur J. ber því víð að aðrir aðilar viðskiptanna hafi viljað halda verðinu leyndu og þess vegna megi hann ekker um það segja.

Í öllum viðskiptum þarf tvo til og í þessu tilfelli hefur Steingrímur samþykkt leynimakkið í stað þess að krefjast þess að viðskiptin væru "opin og gegnsæ" og allt varðandi þau væri "uppi á borðum", þannig að hinir raunverulegu eigendur, þ.e. almenningur fengi allar upplýsingar um hvernig þessi viðskipti gengu fyrir sig.

Engin ríkisstjórn hefur unnið eins þveröfugt við göfug stefnumál sín eins og sú sem nú situr við völd í landinu, illu heilli.


mbl.is „Ríkið ræður ekki ferðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband