Gott að vera á ESBjötunni

Það eru ekki eingöngu kýrnar í Evrópu sem eru frekar á fóðrið í jötunni, heldur eru eigendur þeirra ekki síður þurftafrekir. Það góða við ESB er, að engum virðist þykja nokkuð athugavert við það að æðsti maður landbúnaðarmála í væntanlegu stórríki skuli sjálfur vera stór þiggjandi styrkja, sem hann hefur sjálfur umsjón með að úthluta.

Enn betra er, að þessi æðsti maður landbúnaðar í ESB er einnig landbúnaðarráðherra Danmerkur og nú hefur verið birt uppgjör styrkja til hans, eða eins og segir í fréttinni: "Samkvæmt uppgjöri hans þáði hann samtals 5,7 milljónir danskra króna (127,2 milljónir ÍKR) í landbúnaðarstyrki á árunum 2001-2011 á verðlagi 2011. Í fyrra fékk Høegh styrk upp á 413.140 DKR (rúmlega 9,2 milljónir ÍKR). Uppgjörið kom eftir að ráðherrann tilkynnti í gær að skuldir dansk landbúnaðar hafi vaxið um 80% frá árinu 2002. Þá voru skuldir dansks landbúnaðar 165 milljarðar DKR (3.682 milljarðar ÍKR) en voru orðnar 298 milljarðar DKR (6.651 milljarður ÍKR) árið 2009."

Það verður að teljast stórmerkilegt að þrátt fyrir gífurlega landbúnaðarstyrki innan ESB, skuli skuldir greinarinnar hækka svona stórkostlega í Danmörku og engin ástæða til að ætla að ekki hafi það sama gerst í öðrum fylkjum hins væntanlega stórríkis Evrópu.

Þetta er aðeins sýnishorn af "sælunni" sem Jóhanna, Össur og nokkrir aðrir hávaðasamir áróðurseggir, ætla með öllum ráðum að neyða upp á Íslendinga.

Kannski er það frekar vonin um að komast í sömu aðstöðu og Henrik Höegh, sem rekur þetta lið áfram í áróðrinum fyrir "sæluríkinu". 


mbl.is Fremstur í styrkjaröðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgát skal höfð í nærveru sálar (Jóns Ásgeirs)

Jón Ásgeir, forustusauður Baugsgengisins, er afar viðkvæmur fyrir umræðum um sjálfan sig, fyrrverandi fyrirtæki sín (sem öll eru gjaldþrota eða hafa verið tekin upp í skuldir) og athafnir hans í aðdraganda banka- og efnahagshrunsins, sem hann sjálfur, Baugsgegnið og önnur slík ollu og leikið hafa almenning grátt.

Jón Ásgeir hélt lengi vel úti her manna sem vaktaði allt sem um hann og félagana var skrifað og sagt og lét þessa leigupenna ráðast harkalega gegn öllum slíkum umfjöllunum og ekki síður persónum þeirra, sem dirfðust að láta vanþóknun sína í ljós á gerðum þessara gengja fyrir hrun. Nokkrir slíkir "verndarenglar" eru enn á sveimi á bloggsíðum og í fjölmiðlum og má þar til nefna helsta þá Bubba Mortens og Ólaf Arnarson.

Baugsgengið hefur iðulega hótað málssóknum gegn þeim sem fjalla með einhverju mótu um gerðir þess á hátt, sem því líkar ekki og nægir að benda á hótun Jóns Ásgeirs um kæru á hendur Birni Bjarnasyni fyrir að hafa missagt í bók sinni að Jón Ásgeir hefði verið dæmdur fyrir að draga sér fé, þegar hið rétta var að hann var dæmdur fyrir stórfellt bókhaldsbrot, en var sýknaður af öðrum brotum tengdum Baugsmálinu fyrsta, öllum til mikillar undrunar.

Sá lærdómur sem Jón Ásgeir ætlast til að fólk dragi af hótunum hans er auðvitað sá, að enginn skuli dirfast að fjalla um gerðir hans og annarra álíka "viðskiptasnillinga" á árunum fyrir hrunið.

Sem betur fer láta flestir svona hótanir sér í léttu rúmi liggja og halda áfram að fjalla um staðreyndir málanna.


mbl.is Hefur ekki fengið kæru frá Jóni Ásgeiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband