29.6.2011 | 19:23
Dómstóll götunnar og fjölmiðla dæmir án nokkurra málsgagna
Dómstóll götunnar og fjölmiðla var ekki lengi að dæma sýslumanninn á Selfossi til opinberrar hýðingar, embættis- og ærumissis, ásamt ævilangrar útskúfunar úr samfélagi manna, fyrir að úrskurða barnaníðing ekki í gæsluvarðhald á meðan að á rannsókn misgjörða hans fór fram. Sýslumaðurinn lét þetta yfir sig ganga þangað til í dag, enda skipta málsbætur, eða málsástæður yfirleitt, dómstól götunnar og fjölmiðla aldrei nokkru einasta máli.
Loksins í dag, eftir að Héraðsdómur og Hæstiréttur hafa fjallað um málið, sendi sýslumannsembættið frá sér skýringar á málinu og segir í þeim m.a: "Settur saksóknari kaus að lýsa því, við flutning kröfunnar fyrir Héraðsdómi Suðurlands, sem mistökum Lögreglustjórans á Selfossi að hafa ekki gert kröfu um gæslu yfir meintum geranda. Þetta gerir saksóknarinn vitandi vits að óformleg samskipti höfðu farið fram milli embættanna um mögulega gæsluvarðhaldskröfu bæði við upphaf máls, þegar upplýsingar um myndefnið lágu fyrir og við ábendingar barnaverndarnefndar Vestmanneyja í mars s.l. Niðurstaða þeirra samskipta var samdóma álit um að ekki skyldi krefjast gæsluvarðhalds. Ábyrgðin á þeirri ákvörðun er hinsvegar lögreglustjórans."
Þessar og aðrar skýringar og athugasemdir sýslumannsembættisins munu auðvitað engu máli skipta héðan af, því dómstóll götunnar og fjölmiðla hefur þegar kveðið upp sinn dóm og honum er ekki hægt að áfrýðja til neins æðra dómstigs og sama hve vitlausir og fljótfærnislegir dómar eru kveðnir upp af þessum aðilum, þá viðurkenna þeir aldrei nein mistök og þeir sem nánast líflátsdóma hljóta frá þeim eiga sér því yfirleitt engrar uppreisnar von.
Réttlát málsmeðferð er óþekkt hugtak hjá dómstóli götunnar og fjölmiðla.
![]() |
Fagnar staðfestingu Hæstaréttar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)