Svona gerast hrossakaupin í ESB

Íslenskir ESBfíklar nota oft sem eina af sínum röksemdum fyrir því að Ísland verði gert að útrárahreppi í væntanlegu stórríki ESB, að innan sambandsins sé lýðræðið svo kristaltært og litlu ríkin ráði í raun öllu sem þau vilja, enda séu stóru ríkin einstaklega aumingjagóð og komi fram af blíðu og ástúð gagnvart lítilmagnanum.

Þessu viðhorfi ESBríkja hafa Íslendingar reyndar kynnst oftar en einu sinni, nú síðast í deilunni um það, hvort almenningur í landinu skyldi seldur í skattalegan þrældóm í þágu Breta og Hollendinga vegna skulda Landsbankans. Tillögur hafa reyndar verið samþykktar og koma til framkvæmda fljótlega, um minnkað vægi smáríkja innan væntanlegs stórríkis, en slíkir smámunir flækjast ekki fyrir ESBelskendum, frekar en að annar sannleikur sé látinn skemma góðan innlimunaráróður.

Nú stendur fyrir dyrum að tilkynna um ráðningu nýs yfirmanns Seðlabanka Evrópu og mun einhugur vera um ráðningu Mario Draghi, núverandi seðlabankastjóar Ítalíu, í stöðuna. Við þá ráðningu kemur berlega í ljós hvernig hrossakaupin ganga fyrir sig á ESBeyrinni, og kristallast í þessari setningu fréttarinnar: "Frakkar komu í veg fyrir að skipun Draghi yrði kunngerð í gær þrátt fyrir að þeir styðji ráðningu Draghi þar sem þeir vilja tryggja sér sæti í framkvæmdastjórn Seðlabankans í staðinn fyrir stuðninginn."

Þetta er enn ein staðfestingin á spillingunni og hrossakaupunum sem grassera innan ESB og grúppíur sambandsins hér á landi vilja endilega fá að taka þátt í af fullum krafti. 

 


mbl.is Gengið frá ráðningu Draghi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Selja bílana, segir Steingrímur J.

Steingrímur J. sagði í Kastljósi í kvöld að ekki stæði til að lækka skatta og gjöld hins opinbera á eldsneyti, enda ætti það að vera dýrt og ef eitthvað yrði gert á annað borð, þá yrði skattabrjálæðinu beitt af enn meiri krafti en hingað til.

Þegar Steingrími var bent á að "venjulegir" Íslendingar hefðu ekki lengur efni á að ferðast um landið á bílum sínum, sagði hann að nú ættu allir að selja bílana sína og kaupa sér sparneytnari ökutæki. Það sagði hann að væri öllum í hag, bæði bíleigandanum sjálfum og andrúmsloftinu, enda menguðu slíkir bílar minna en eldsneytishákarnir sem þeir "venjulegu" keyra um á núna.

Steingrímur J. þyrfti þó að svara þessari einföldu spurningu: Hver á að kaupa gömlu bílana, þegar ALLIR skipta yfir í þá sparneytnu?


mbl.is 70% dýrara að keyra hringinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júní 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband