Atvinnubótavinna hjá hinu opinbera?

Orkuveita Reykjavíkur ætlar að fækka starfsfólki um 20% á næstu fimm árum án þess að skerða þjónustu við almenning. Ef þetta er hægt, hlýtur sú spurning að vakna hvort fyrirtækið hafi verið svona gífurlega ofmannað undanfarin ár og fimmti hver starfsmaður hafi í raun verið óþarfur.

Sé það svo, að þetta sé raunin hjá OR, hlýtur það að leiða hugann að því hvort sama sé uppi á tengingnum hjá öðrum opinberum fyrirtækjum og stofnunum, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Getur það verið að allt að fimmti hver starfsmaður hjá opinberum aðilum sé nánast eingöngu í því að flækjast fyrir hinum fjórum, sem raunverulega eru að vinna?

Ef hægt væri að fækka starfsfólki hjá opinberum aðilum um 20%, án þess að þjónusta skertist, myndu þúsundir missa "vinnuna" og bætast á atvinnuleysisskrána, því ekki eru nokkrar líjur á að almenni vinnumarkaðurinn verði í stakk búinn til þess að skapa störf fyrir allan þann fjölda í viðbót við þá 14.000 sem nú eru á atvinnuleysisskrá.

Þessar fréttir af OR gefa til kynna að mikið sé um dulið atvinnuleysi í landinu og að ríki og sveitarfélög haldi uppi atvinnubótavinnu fyrir stóran hóp fólks, sem í raun ætti að vera á atvinnuleysisbótum.


mbl.is Fækkun starfa og eignasala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægfara dauði, eða skjótur?

Allir aðrir en íslenska ríkisstjórnin hafa miklar og vaxandi áhyggjur af þróun mála innan ESB og þá ekki síst innan evrusvæðisins, en nú þegar er þriðjungur ríkjanna innan myntbandalagsins í verulegum efnahagsvanda.

Vandamál ESB og evrunnar voru til umræðu á breska þinginu og kröfðust þingmenn svara fjármálaráðherrans við þeirri spurningu, til hvaða ráða ríkisstjórnin hefði gripið vegna þessa, en breskir bankar hafa þegar flutt gríðarlegar upphæðir út af evrusvæðinu vegna fyrirsjáanlegra endaloka evrunnar.

Samkvæmt fréttinni sagði Jack Straw, fyrrverandi utanríkisráðherra Verkamannaflokksins m.a: "Í stað þess að fela okkur á bak við þægilegt orðalag og innantóm orð um að við ættum ekki að vera með vangaveltur um málið ættum við að viðurkenna að þetta evrusvæði geti ekki lifað af. Þar sem evran eins og við þekkjum hana mun hrynja, er þá ekki betra að það gangi hratt fyrir sig en að hún deyji hægum dauðdaga?"

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands og félagi í Verkamannaflokki Bretlands, virðist alls ekki skilja það sem leiðtogar hans og fyrirmyndir í Bretlandi hafa miklar áhyggjur af, enda gríðarleg vandamál framundan, sem skapast munu við upplausn evrunnar og það bankahrun sem fylgja mun í kjölfarið.

Hvað er íslenska ríkisstjórnin að gera til að vera viðbúin þeim efnahagshamförum sem endalok evrunnar mun hafa í för með sér? 


mbl.is Búa sig undir að evrusvæðið sundrist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júní 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband