20.6.2011 | 17:36
Nefnd ofan í nefnd, sem fari yfir nefnd, sem nefnd verði nefndanefnd
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur farið mikinn undanfarin misseri og haft uppi stór orð um fiskveiðistjórnunarkerfið og talið sig hafa allar lausnir á vanköntum þess á takteinum.
Hún hefur veri ein af fáum, sem stutt hafa frumvörp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegsráðherra, en virðist nú vera farin að efast um ágæti hugmynda Jóns og sinna eigin.
Nefnd sex hagfræðinga, sem Jón fékk til að gera úttekt á frumvörpum sínum eftir að þau voru lögð fram í stað þess að gera það á vinnslutíma þeirra, fann þeim flest til foráttu og kvað nánast upp dauðadóm yfir þeim, enda myndu þau skaða atvinnugreinina í heild og þar með verða þjóðarbúinu til stórtjóns.
Ólína leggur nú til að sett verði á fót enn ein nefnd, skipuð hagfræðingum, samfélagsfræðingum og lögfræðingum, til að fara yfir störf og niðurstöður hagfræðinganna, sem skipuðu nefndina hans Jóns.
Ýmsar nefndir hafa verið skipaðar til að fjalla um og gera tillögur um fiskveiðistjórnunina og má t.d. benda á "Sáttanefndina" sem skilaði samhljóða tillögum í fyrrahaust, sem engin sátt hefur náðst um.
Vinnubrögðin í þessu mesta hagsmunamáli þjóðarinnar er ríkisstjórninni til háborinnar skammar og svo sem ekki að búast við öðru af hennar hálfu.
![]() |
Vill úttekt á áhrifum núverandi kvótakerfis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.6.2011 | 11:57
Skilar friðunin engu?
Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, hefur lengi róið nánast einn á báti með þá skoðun að friðun fiskistofnanna skili engum árangri í stækkun þeirra og vill meina að fæðuframboðið og önnur skilyrði í hafinu ráði úrslitum um vöxt þeirra og viðgang.
Hafró hefur nú birt skýrslu um langtímabreytingar í fæðu þorsksins og þar virðist koma fram að þorskurinn sé langt kominn með að éta upp rækju-, loðnu- og sandsílastofnana, ásamt því að éta allt annað sem að kjafti kemur, þar á meðal smáfisk af eigin tegund, til viðbótar við annan "meðafla" svo sem síld og kolmunna.
Jón segir þetta sanna kenninguna um að það sé ekki veiðin sem hafi áhrif á þorskstofninn, heldur fæðuframboðið.
Það vekur samt upp þá spurningu hvers vegna þorskstofninn stækkar ekki, þrátt fyrir að hann sé langt kominn með að éta aðra stofna upp til agna og veiðin í hann verið eins takmörkuð og raunin hefur verið.
Greinilega verður að fara nákvæmlega ofan í saumana á öllu þessu máli og hleypa inn í umræðuna skoðunum fleiri fræðinga en þeirra sem eru á launum hjá hinu opinbera.
![]() |
Friðun skilar ekki árangri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)