Fyrirgefanleg mistök

Karl Sigurbjörnsson, biskup, skýrði mjög vel, í Kastljósi, hvernig hann og kirkjan sem stofnun kom að málum, þegar og eftir að ásakanirnar á hendur Ólafi Skúlasyni, fyrrverandi bispupi, um kynferðisglæpi komu fram á árinu 1996.

Biskup viðurkenndi ýmis mistök og klaufaskap af sinni hálfu og stofnana kirkjunnar við meðferð málsins, en bæði vegna þess að glæpirnir voru framdir nokkrum áratugum áður en frá þeim var skýrt og biskupskjör var framundan, voru allir aðilar í vandræðum með hvernig á málinu skyldi tekið, enda engin fordæmi fyrir ásökunum af þessu tagi innan kirkjunnar, allra síst á hendur einum æðsta manni hennar.

Öll eru þessi mistök mannleg og þar af leiðandi ætti að vera auðvelt að fyrirgefa þau, ef ekkert annað en sanngirni og kærleikur réði för í afstöðu til þeirra.

Verði ekki látið af árásum á Karl Sigurbjörnsson, biskup, og aðra kirkjunnar menn vegna þessa máls, er greinilegt að annarlegar hvatir liggja að baki.


mbl.is Mistök að taka að sér sáttahlutverkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júní 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband