Til hamingju, strákar

Karlalandslið Íslands tryggði sér rétt ti þátttöku í Evrópumeistaramótinu í handbolta, sem fer fram í Serbíu á árinu 2012. Íslenska liðið sigrðai það austurríska með fimmtán marka mun, 44-29, í einum besta leik sem liðið hefur sýnt í langan tíma.

Liðinu er óskað til hamingju með þennan glæsilega árangur og ekki er það til að minnka ánægjuna að kvennaliðið tryggði sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í handbolta, sem fram fer í Brasilíu í desember n.k.

Dagurinn í dag er stór dagur í íslenskri handboltasögu og þjóðinni er hér með óskað til hamingju með "stelpurnar okkar" og "strákana okkar".


mbl.is Ísland á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju, stelpur

Landslið kvenna í handbolta náði í dag þeim frábæra árangri, að vinna sér rétt til þátttöku á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Brasilíu í desember n.k.

Þetta verður í fyrsta sinn sem landsliðið tekur þátt í heimsmeistarakeppni og miðað við árangur liðsins undanfarin misseri, er ekki ástæða til að ætla annað en að þeim munu ganga vel á mótinu.

Liðinu er hér með óskað til hamingju með þennan stórkostlega árangur og reyndar má óska þjóðinni til hamingju með "stelpurnar okkar".


mbl.is Ísland komið á HM í Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júní 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband