Ríkisstjórnin og AGS hafa logið að þjóðinni um framtíðarhorfurnar

Viðskiptaráð birtir á vef sínum umsögn um spá AGS um efnahagshorfur hér á landi til ársins 2016 og er það ófagur lestur og reyndar er spá AGS ekki í neinum takti við það sem fulltrúar sjóðsins og ríkisstjórnin hafa áður kynnt fyrir landsmönnum.

M.a. segir Viðskiptaráð: „Litlu breytir ef horft er til „endurreisnaráranna“, þ.e. 2010 til 2013 þá fæst sama niðurstaða eða níunda neðsta sæti. Ef menn vilja teygja sig enn frekar og horfa til 2011 til 2016 þegar öll áhrif og eftirköst kreppunnar ættu að vera komin fram þá er hagvöxtur enn afar veikur og er Ísland þá í 144 sæti af 183 löndum. Hvernig sem horft er á þessar tölur þá er ljóst að batinn er langt frá því að vera viðundandi."

Þetta er skelfileg spá og það er nánast algerlega í höndum ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að hún rætist ekki.  Stjórnin verður að snúa af þeirri braut að berjast með kjafti og klóm gegn hvers kyns atvinnuuppbyggingu í landinu, sérstaklega stóriðju, enda mun ekkert koma landinu út úr kreppunni annað en meiri atvinna og aukin verðmætasköpun.

Til þess að koma atvinnuleysinu niður í "eðlilegt" horf þarf hagvöxtur að verða 4-5% árlega næstu árin og það gerist ekki nema með mikilli erlendri fjárfestingu og trú íslenskra fyrirtækja á viðunandi rekstrargrundvöll.

Ríkisstjórninni ber að skapa grundvöllinn fyrir atvinnulífið að starfa á.  Verði hann í lagi mun uppbyggingin hefjast og annars ekki. 

 


mbl.is Horfur einna dekkstar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband