29.5.2011 | 20:05
Alger örvænging Jóhönnu vegna ESB
Sá fáheyrði atburður gerðist á að öðru leyti gamansömum flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar, að formaður flokksins boðaði niðurlagningu flokksins í örvæntingu sinni vegna þess að þjóðin vill alls ekki gera Ísland að útnárahreppi í væntanlegu stórríki Evrópu.
Innan um brandara Hrannars, handritshöfundar uppistands Jóhönnu, um atvinnu- og efnahagsmálin, flutti hún þennan boðskap til þeirra fáu hugsanlegu fullveldisafsalsmenn sem gætu fyrirfundist í öðrum flokkum: "Samfylkingin á að standa öllum þessum hópum opin og við eigum að vera reiðubúin að ganga til móts við þá sem vilja stíga skrefið til fulls og leggja þessum mikilvægu málefnum lið í samstarfi við okkur. Breytt skipulag, nýtt nafn, ný forysta eða annað á ekki að standa í vegi fyrir því að þessi mikilvægu málefni fái kröftugan framgang og jafnaðarmenn í öllum flokkum geti sameinast á öflugum flokksvettvangi. Í þessum efnum má ekki standa á okkur í Samfylkingunni."
Líklega á ekki að taka þetta alvarlega, frekar en ummæli Hrannars/Jóhönnu um lok kreppunnar og efnahagsuppbygginguna, en eftir sem áður lýsir þetta algerri örvæntingu Samfylkingarinnar vegna þess að fyrirséð er að aðild að væntanlegu stórríki mun verða felld með afgerandi hætti í þjóðaratkvæðagreiðlu.
Hugmyndin um að leggja Samfylkinguna niður sem slíka, er hins vegar alls ekki svo vitlaus, þegar allt kemur til alls.
![]() |
Lyktar af örvætningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.5.2011 | 16:07
Gamanþáttur Jóhönnu og Hrannars endurtekinn
Flokksstjórn Samfylkingarinnar heldur um þessa helgi gleði- og skemmtifund, þar sem stjórnarmenn koma saman, fara með gamanmál og gantast hver við annan og er ekki annað að sjá, en allir hafi skemmt sér konunglega.
Jóhanna Sigurðardóttir var með uppistand á fundinum og fórst það nokkuð vel, enda handritið margnotað og endurskrifað af handritshöfundi hennar, Hrannari, og flest sem í þeim grínsögum kom fram verið notað nokkrum sinnum áður, t.d. skrítlurnar um allar væntanlegu orku- og stóriðjuframkvæmdirnar, kreppulokin og björtu framtíðina, sem á að vera rétt handan við hornið.
Allt er þetta í raun endurtekið efni frá síðustu tveim árum, en vegna þess að ekkert hefur gengið eftir af því sem sagt var á sambærilegum skemmtikvöldum síðustu ára, er alltaf hægt að fara með gamansögurnar lítt breyttar og alltaf skemmtir Samfylkingarfólk sér jafn vel við endurtekningu þeirra.
Að flutningi Jóhönnu loknum klappaði flokkstjórnarfólk hennni lof í lófa, eins og venjulega þegar prógrammið hefur verið flutt áður.
Ekki er þó alveg á hreinu hvort fundarmenn klöppuðu vegna þess að þeir tryðu sögunum ennþá, eða hvort þeim fannst orðagjálfrið bara jafn fyndið og venjulega.
Samfylkingarfólk er reyndar ekki þekkt af miklu, eða góðu, skopskyni.
![]() |
Fullt tilefni til að vera bjartsýn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)