28.5.2011 | 21:20
Enski boltinn er annars flokks
Vinsældir enska fótboltans hér á landi er ótrúlegur í því ljósi að þar er leikinn í besta falli annars flokks knattspyrna í samanburði við mörg önnur lönd Evrópu.
Spænski boltinn er a.m.k. heilum styrkleikaflokki ofar en sá enski og á Spáni ber lið Barcelona höfuð og herðar yfir önnur lið þar í landi.
Leikurinn í kvöld sýndi og sannaði hvar besti boltinn er spilaður og hvaða lið er langbest í Evrópu og þó v´ðar væri leitað.
![]() |
Barcelona besta lið Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.5.2011 | 15:27
Góðar álver(ð)sfréttir
Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um 25% á síðustu tólf mánuðum, sem leiðir til stórhækkaðra gjaldeyristekna þjóðarbúsins og aukinna tekna orkufyrirtækjanna, enda raforkuverðið til stóriðjunnar að stórum hluta bundið heimsmarkaðsverði á áli.
Í fréttinni kemur m.a. fram að: "Meðalverð Landsvirkjunar til stóriðju á síðasta ári hafi verið 25,7 dalir á megavattsstund, og hafi hækkað um liðlega 30% á milli ára. Álverð nú sé nærri fimmtungi hærra en að meðaltali á síðasta ári. Það samsvari því að meðalverð til stóriðju sé nú um 30 dalir á megavattsstund, miðað við fyrrgreindar tölur Landsvirkjunar."
Þetta eru góðar fréttir mitt í öllum þeim hörmungartíðindum sem yfir þjóðina hafa dunið á undanförnum misserum, bæði vegna náttúruhamfara og ekki síður af dug-, getu- og viljaleysi ríkisstjórnarinnar í glímunni við efnahagsvandann. Þó undarlegt sé, þá er eitt aðalstefnumál stjórnarinnar að berjast gegn hvers konar stóriðjuuppbyggingu í landinu, þrátt fyrir að þau fáu stóriðjuver sem starfa í landinu skili gríðarlegum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið, en án þeirra væri glíman við erlendu skuldirnar mun erfiðari og er þó nógu erfitt að glíma við þær samt.
Í því atvinnuástandi, sem nú er í landinu, er alveg ótrúlegt að fylgjast með þeim krafti sem lagður er í baráttuna gegn iðjuverum, því aðaláherslan ætti auðvitað að vera á aukinni verðmætasköpun, ekki síst auknum útflutningi sjávar- og iðnaðarvara, ásamt aukningu ferðaþjónustunnar. Í þeirri viðleitni er fráleitt að berjast gegn aukningu á orkufrekum iðnaði, heldur ætti að leggja áherslu á alla möguleika, sem til aukinnar atvinnu gæti leitt og ekki útiloka neitt í því sambandi.
Kreppan herðir tökin á almenningi frá degi til dags og þrátt fyrir gaspur ríkisstjórnarinnar um annað, er botninum ekki náð ennþá og raunverulegur bati langt undan, haldi stjórnin velli lengi enn.
Hagsmunum þjóðarinnar verður ekki borgið til framtíðar, nema með gjörbreyttri stefnu í atvinnumálum.
![]() |
Hækkandi álverð skilar auknum tekjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)