Lítið afrek eftir langan tíma

Osama Bin Laden, eftirlýstasti glæpahundur sögunnar er loksins allur eftir að bandarískri sérsveit tókst að komast að greni hans og skjóta hann og þrjá félaga hans eftir, að því er virðist nokkuð langan bardaga við fámennt lið á staðnum.

Það er varla hægt að kalla þetta mikið afrek, þar sem allar leyniþjónustur veraldar hafa leitað að Osama í nærri tíu ár í þeim tilgangi að koma honum fyrir kattarnef, en ekki tekist ætlunarverkið fyrr en nú.

Frekar hlýtur að mega ætla að þetta sýni hversu lélegar þessar leyniþjónustustofnanir eru, því tíminn, fyrirhöfnin og fjármunirnir sem farið hafa í leitina að þessum manni er stjarnfræðilegur. Að svona glæpamaður skuli geta gegnið laus í svo langan tíma er eiginlega ótrúlegt, miðað við það kapp sem lagt hefur verið á að ná honum, lifandi eða dauðum.

Mossad, leyniþjónusta Ísraels, er sú stofnun sem liðtækust virðist vera í svona eltingaleik við óvini, en henni var algerlega haldið utan við þetta mál, enda hefði það skapað mikinn glundroða meðal araba ef Ísraelar hefðu orðið til þess að drepa þennan Saudi-arabíska glæpahund.

Þó fagna megi að Osama Bin Laden sé allur, er engin ástæða til að fagna "afrekinu" og hvað þá að ætla að hryðjuverkastríðinu sé lokið.

Vesturlönd eiga sjálfsagt eftir að finna fyrir grimmilegum hefndaraðgerðum.


mbl.is Osama bin Laden allur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband