Íslendingar sýni ábyrgð og fyrirmynd

Ef ríkisábyrgð á ólöglegar kröfur vegna glæpsamlegs reksturs Landsbankans verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun mun verða skrifaður stór og áhrifamikill kafli í Íslandssöguna.

Þá munu Íslendingar sýna umheiminum að þeir láta ekki fjárkúgara ógna sér til að selja sjálfa sig og börn sín í skattaþrælkun vegna tilbúinna krafna, sem koma rekstri ríkisins og velferðarkerfi þjóðarinnar ekkert við.Íslenskur almenningur lét bankagengin blekkja sig með fagurgala til að taka erlend lán, með "afar hagstæðum kjörum" til íbúða- bíla- og neyslukaupa allskonar og eru enn að glíma við afleiðingar þeirra mistaka.

Sá sami almenningur mun varla fara að samþykkja að taka á sig ábyrgð á nýjum erlendum kröfum, sem honum kemur ekki á nokkurn hátt við, með áhættu upp á mörg hundruð milljarða og jafnvel þó ekkert af höfuðstólnum félli á skattgreiðendur, þá yrðu þeir a.m.k. látnir greiða tugi milljarða í vexti af gegnistryggðum höfuðstól, sem þeir skulda ekki.

Almenningur í öðrum löndum lítur til Íslands í þeirri von að héðan komi fordæmi fyrir aðra í baráttunni gegn þeirri einkennilegu áráttu stjórnmálamanna að taka þátt í því að skella mistökum og glæpum fjármálageirans í veröldinni á skattgreiðendur og líta á þá eins og hver önnur vinnu- og afplánunardýr fyrir glæpagengi.

Að endingu skal tekið heilshugar undir þessi orð Evu Joly: „Augu heimsins hvíla nú á íslensku þjóðinni, sem hefur hingað til hafnað öllum Icesave-kröfum; kröfum um að ganga í skilyrðislausar ábyrgðir fyrir fjármálageirann. Það er mín von að þessi jákvæði baráttuandi muni hafa yfirhöndina í þjóðaratkvæðagreiðslunni.“


mbl.is Augu umheimsins á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband