6.4.2011 | 20:48
Neikvæður áróður JÁsinna
Þær marktæku skoðanakannanir sem birst hafa fram að þessu, hafa allar sýnt að meirihluti kjósenda myndi segja JÁ í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave og selja þar með sjálfa sig og aðra Íslendinga í skattalegan þrældóm næstu ár, jafnvel áratugi, til greiðslu á vöxtum og hluta höfuðstóls ólöglegra krafna Breta og Hollendinga vegna glæpsamlegrar bankastarfsemi, sem almenningur gat ekki og hafði ekki nokkra aðkomu að.
Síðustu daga hafa dunið á landsmönnum gífurlegur hræðslu- og ógnaráróður JÁsinna, en eins og áður virkar slík baráttutækni alveg öfugt, enda hafa hlutföll svarenda algerlega skipst samkvæmt nýjustu skoðanakönnun MMR, sem gerð var fyrir Stöð 2 og með sama áframhaldi mun barátta JÁsinna skila stórsigri þeirra, sem ekki hafa viljað láta neyða sig til meiri skattaþrælkunar, en þarf til að koma ríkissjóði út úr sínum eigin fjárlagavanda. Þykir flestum nóg um þær álögur allar, enda sér enginn fram á að núverandi ríkisstjórn leysi úr kreppunni með aðgerðum sem greitt gætu fyrir atvinnuuppbyggingu og hagvexti.
Þó ekkert sé öruggt ennþá með hvernig þessar kosningar fara, þá er a.m.k. búið a sanna enn einu sinni, að kjósendur láta ekki stjórna sér með skrumi og hótunum.
![]() |
57% ætla að segja nei |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2011 | 14:16
Allar kauphækkanir beint í Icesave - annars óbreytt laun?
SA og ASÍ hafa sameiginlega gefið út þá yfirlýsingu, að verði þrælasamningurinn um Icesave ekki samþykktur á laugardaginn, þá verði ekki um neina kjarasamninga að ræða, a.m.k. ekki nema þá til skamms tíma með afar litlum, sem engum, kauphækkunum.
Þetta er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo, að reikna eigi með að allar launahækkanir næstu ára skuli ganga nánast beint til Breta og Hollendinga verði þrælasalan samþykkt, en að öðrum kosti fái launþegar engar kjarabætur, enda geti þeir þá lifað af óbreyttum tekjum, losni þeir við að borga þrælaskattinn til hinna erlendu drottnara.
Aldrei í sögunni hafa aðrar eins yfirlýsingar komið frá aðilum vinnumarkaðarins í tengsum við kjarasamninga.
Stórfurðulegt er að lítið vandamál virðist hafa verið að samstilla ASÍ og SA í þessu efni.
Hafa þessi samtök einhverjar samþykktir félaga sinna á bak við þessar hótanir?
![]() |
Fundur í kvöld eða fyrramálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)