5.4.2011 | 18:37
Jón Gnarr bullar í gegn um sjálfan sig
Jón Gnarr, hinn algerlega óhæfi borgarstjóri Reykjavíkur, virðist hafa farið mikinn á borgarstjórnarfundi í dag og ásakaði þar m.a. þúsundir foreldra í borginni um að hafa hvorki vit á barnauppeldi eða skólamálum, en þóttist hins vegar sjálfur vera mikill snillingur á þeim sviðum, eins og honum finnst hann vera á flestum öðrum. Ekki eru þó margir sem sammála eru honum um að hann hafi sýnt hæfileika sína í einu eða neinu öðru en uppistandi og grínleik.
Eitt "gullkornið" sem hraut út úr þessum mislukkaða borgarstjóra á fundinum var eftirfarandi, eftir að hafa hellt sér yfir einn borgarfulltrúann með gagnrýni sem var á algjörum misskilningi byggð, samkvæmt fréttinni: "Jón sagðist biðjast velvirðingar hefði hann farið ranglega með. Hann vildi þó segja, að hann væri að minnsta kosti maður til að tala fyrir sig sjálfur og þurfi ekki að tala í gegnum Davíð Oddsson og Agnesi Bragadóttur."
Ómögulegt er að skilja af þessum orðum, hverjir það eru sem tala í gegn um Davíð Oddsson og Agnesi Bragadóttur, því varla eru það þeir borgarfulltrúar sem ræða málin úr ræðustóli borgarstjórnar, svo sneiðinni hefur þá væntanlega verið beint til foreldra leik- og grunnskólabarna borgarinnar, sem þó hafa í eigin persónu haldið tilfinningaþrungnar ræður á opnum borgarafundum og skilað áskorunarlistum með þúsundum nafna í mótmælaskyni við illa grundaðar tillögur hins volaða meirihluta í borgarstjórninni.
Skyldi vera til of mikils mælst, að borgarstjórinn í Reykjavík segi einhvern tíma eitthvað af viti, þegar hann kýs að tjá sig opinberlega, en verði sér og borginni ekki alltaf til skammar og aðhláturs.
![]() |
Pólitísk skemmdarverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
5.4.2011 | 08:51
"Bæjarins bestu" að öðlast heimsfrægð
Minnsti veitingastaður landsins og einn sá elsti er um það bil að öðlast heimsfrægð, en Victoria Haschka, matar- og ferðapistlahöfundur, fer fögrum orðum um þennan íslenska þjóðarrétt og mekka hans, pylsuvagninn við hafnarbakkann í Reykjavík.
Áður höfðu "Bæjarins bestu" öðlast sínar 15 mínútur af frægð í heimspressunni, þegar Bill Clinton þáði þar veitingar í heimsókn sinni hingað til lands um árið, en að vísu þurfti hann að fara í hjartaþræðingu skömmu síðar, en engar sannanir hafa fundist fyrir því að SSpylsan hafi átt þar nokkra sök.
Þessi ágæti pylsuvagn er búinn að þjóna Reykvíkingum í áratugi og pylsurnar þar hafa eitthvert alveg sérstakt "leynibragð", sem engum öðrum tekst að jafna og því á staðurinn sinn trausta viðskiptahóp, eins og biðröðin sem þar er alla jafna sýnir glöggt.
Vonandi mun þetta frábæra pylsuveitingahús fá að standa óhreyft á sínum stað í marga áratugi ennþá og veita gleði, birtu og yl inn í hjörtu bæjarbúa.
Hátíðlegri en þetta getur umsögn um veitingastað varla orðið.
Takk fyrir mig.
![]() |
Íslenska pylsan slær í gegn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)