Vík burt, Gnarr

Jón Gnarr, svonefndur borgarstjóri, grét og skældi á borgarstjórnarfundi í gær yfir því hvað allir væru vondir við sig og misskildu allt sem hann segði og gerði og hefðu þar að auki engan húmor fyrir bröndurunum sínum.

Í huga Gnarrins eru allir sem gagnrýna hann fyrir getuleysið í borgarstjórnastólnum eintóm húmorslaus illmenni, sem meira að segja skilja ekki brandara um að setja feitan kött i Húsdýragarðinn og misskilja svo annað sem frá þessum brandarakarli kemur.

Júlíus Vífill Ingvarsson sagði á fundinum að Jón Gnarr væri ekki starfi borgarstjóra vaxinn og því bæri honum að víkja úr embættinu. Langstærstur hluti Reykvíkinga deilir þessari skoðun með Júlíusi Vífli, meira að segja stór hluti þeirra sem kusu Besta flokkinn í kosningunum í fyrra, en hafa nú viðurkennt mistök sín og dauðsjá eftir atkvæði sínu í þetta misheppnaða grínframboð.

Sjái Jón Gnarr ekki sjálfur að hann hafi hreint ekki getu til að gegna borgarstjórastarfinu, er hann jafnvel dómgreindarlausari en ætla mætti og er þó ekki með miklu reiknað, miðað við frammistöðuna það sem af er stjórnmálaferlinum.


mbl.is Vill að borgarstjóri víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband