Jón Gnarr óvirðir vinaþjóð

Trúðurinn í borgarstjórastónum í Reykjavík telur sig þess umkominn að óvirða opinbera sendinefnd náinnar vinaþjóðar með því að neita að taka á móti henni og þykist gera það í nafni friðar og óbeitar á hermennsku.

Nánast allar þjóðir veraldar halda úti herjum og á friðartímum eru flotar þessara ríkja sendir í vináttuheimsóknir til annarra landa og engum heilvita stjórnmálamanni dettur í hug að neita að tala við slíkar sendinefndir og sýna þeim kurteisi og virðingu, burtséð frá áliti viðkomandi stjórnmálamanna á leiðtogum þeirra ríkja sem þessir sendiboðar koma frá, eða innanríkismálum viðkomandi landa, nema um sé að ræða harðsvíraða einræðisherra og glæpamenn.

Ætli Jón Gnarr sér að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík, er varla til of mikils ætlast af honum þó hann sýni almenna kurteisi í samskiptum við borgarbúa og ekki síður sendimenn erlendra þjóða, sem hingað koma í venjubundnar kurteisisheimsóknir.

Treysti hann sér ekki til að sinna starfinu, eins og til er ætlast, á hann auðvitað að segja því lausu og snúa sér að öðru, sem fellur betur að hans eigin hugarheimi og áhugamálum.


mbl.is Á móti hernaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband