Er Ögmundur sérstakur yfirsaksóknari?

Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra, flutti þjóðinni þau furðulegu skilaboð úr ræðustóli Alþingis, að hann væri sjálfur verkstjóri þeirra sakamálarannsókna sem nú fara fram hjá embætti Sérstaks saksóknara.

Fram að þessu hefur verið talið að ríkisvaldið væri þrískipt, þ.e. í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald og hvert þessara valdsviða hefði ekki stjórn eða yfirráð yfir hinum, heldur störfuðu algerlega sjálfstætt.Í einræðisríkjum skipa stjórnvöld dómstólunum hins vegar oft fyrir verkum, en slíkt hefur ekki tíðkast í lýðræðisríkjum, fyrr en þá núna að ný skipan þessara mála er tekin upp á Íslandi.

Lokasetning fréttarinnar er einnig afar athyglisverð, en hún hljóðar svona: "Ögmundur sagði, að ýmsar brotalamir væru á rannsókninni, sem menn vildu laga. „En við lögum þær ekki með aðkomu Sjálfstæðisflokksins. Við höfum fengið nóg af slíku."

Þetta er grafalvarleg yfirlýsing frá Innanríkisráðherra á tvennan hátt, sem Ögmundur kemst ekki hjá að skýra betur og hljóta fjölmiðlamenn að ganga eftir þeim skýringum strax á morgun.  Í fyrsta lagi verður hann að útskýra í hverju brotalamir rannsóknanna eru fólgnar og í öðru lagi að hvaða leiti ráðuneyti hans kemur að þessum rannsóknum, eða stjórnar þeim, eins og hann gefur í skin.

Það verður að upplýsa strax hvort Ögmundur Jónasson sé virkilega orðinn Sérstakur yfirsaksóknari. 


mbl.is Stendur vörð um rannsóknina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðlögun atvinnuleysis að ESB?

Atvinnuleysið hér á landi er í þeim hæstu hæðum, sem það hefur nokkurn tíma verið í og með einarðri baráttu ríkisstjórnarinnar til að viðhalda því er ekki mikil von til þess að ástandið batni á næstunni.

Stjórnin hefur barist af öllum sínum mætti gegn allri þeirri atvinnuuppbyggingu sem þó hefur verið í boði frá hruninu 2008 og nægir þar að nefna lögbrot Svandísar Svavarsdóttur vegna virkjanamála, baráttuna gegn stóriðju við Húsavík og í Helguvík og nú síðast harkalega framgöngu til að koma í veg fyrir kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.

Í fréttinni er þetta m.a. haft eftir Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar: "Þetta er mjög óvenjulegt. Þetta hefur að líkindum ekki gerst síðan 1930, eða þar um bil. Það voru margir án atvinnu á árunum frá 1993 til 1995 en þá fór meðaltalsatvinnuleysið hins vegar aldrei yfir 5%."

Viðvarandi meðaltalsatvinnuleysi í ESB hefur verið um 8-10%, í sumum löndunum minna og alveg upp í 20% og sá grunur fer að læðast að, að stefna íslensku ríkisstjórnarinnar með baráttu sinni fyrir viðhaldi svona mikils atvinnuleysis hér á landi sé liður í að aðlaga íslenskan vinnumarkað að ástandinu eins og það er og hefur verið í ESB.

Það væri eftir öðru, að þessi stefna í atvinnumálunum sé hluti af aðlögunarferlinu, sem Samfylkingin er að reyna að troða upp á Íslendinga. 


mbl.is Jafnast á við ástandið 1930
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband